Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 60
60
leiðir að úr geimnum og sennilega alla leið frá þyrilþokun-
um utan við Vetrarbrautina.
Geislan þessi er mjög sterk. Jafnvel við sjávarflöt, þar sem
hennar gætir þó einna minnst, sundrar hún 1.4 efniseind á
sekúndu á hverjum teningscentimetra, og hlýtur hún með
sama hætti að sundra fjölda efniseinda á sekúndu i
vorum eigin líkömum. Upphæð þessarar geislunar nemur
Vio af allri þeirri ljós- og hitaorku, sem jörð vor tekur við
dagsdaglega, þrátt fyrir þá órafjarlægð, sem hún virðist ber-
ast úr. Og þetta er langsterkasta geislunin, sem menn þekkja.
Venjulegt Ijós getur með naumindum smogið þynnsta blað-
gull; X-geislar geta smogið fáeina millímptra af gulli eða blýi;
gammageislar frá B-radium geta smogið marga þumlunga af
blýi, en þessir geimgeislar allt að 16 fetum af blýi, og sýnir
það, hve örfínir þeir eru. Ekki vita menn enn með vissu,
hvort þeir eru efniskenndir likt og betageislar, eða alóefnis-
kenndir líkt og gammageislarnir, en þó munu þeir frekar,
fyrir hátíðni sína, vera í ætt við gammageislana. Ekki vita
menn heldur enn, hvaða áhrif þeir hafa, nema hvað þeir
gela sundrað öllum venjulegum efniseindum. Sumir ætla, að
sjálfur vatnsefniskjarninn, sjálft protonið, sé að leysast upp
þarna, því að orkumagn þeirra samsvarar því, ef vatnsefnis-
eind leysist skjmdilega upp i tóma geislan. En sé svo, þá
sýnir það, að efnið getur leyst upp alveg og algerlega.1)
20. SlceiULullciki vísindanna. Það hefir nú í
því, sem á undan er farið, verið reynt að leiða mönnum
fyrir sjónir, hve dásamlegir hlutir eiga sér stað í smáheim-
um efniseindanna og hvernig þær skiptast skeytum á um
heim allan og verða jafnvel sjálfar að siðustu að geislaorku.
En ekki get ég skilizt við þenna kafla án þess að drepa á
eitt lítið, en þó mikilvægt atriði, er sýnir hvorttveggja í senn,
yfirlætisleysi og hreinskilni hinna nýrri visinda.
Nð er haft eftir Laplace og öðrum andans jöfrum, að ef
þeir þekktu allt það, sem á undan væri farið, gætu þeir
sagt fyrir alla óorðna hluti. Slika tröllatrú höfðu þeir á orsaka-
nauðsyninni og óskeikulleik sinnar eigin visindamennsku.
En nú er annað uppi á teningnum. Sá maður, sem á
síðari árum hefir, næst þeim Rutherford og Niels Bohr, rann-
sakað mest og bezt þessa smáheima efniseindanna, en það er
Þjóðverjinn Heisenberg, sem nú hefir gerzt félagi Bohrs í
1) Sbr. James Jeans: The Universe Around Us, Camb. 1929, bls, 142,