Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 63
63
er mannsandinn hefir verið að velta fjrrir sér frá upphafi
vega sinna og reynt að leysa úr á margan hátt, bæði á
trúarlega og heimspekilega vísu. En engin af þeim úrlausn-
um hefir nægt honum nema um stundarsakir, og þvi fóru
visindin að reyna að svara þessari spurningu á sína visu,
skömmu eftir að þau voru orðin til.
Það voru ekki liðin nema 5 ár frá því, er Newton hafði
gefið út Principia, þá er Bentley vinur hans reit honum bréf
og spurði hann, hvort »hið nýfundna aðdráttarafl« myndi
ekki geta skýrt samdrátt efnisins víðsvegar um himingeim-
inn, og Newton svaraði með bréfi því, er um getui héi á
undan (í I, 6.), að ef efninu væri dreift jafnt um ótakmark-
aðan geiminn, gæti það aldrei safnazt saman i eina hvirf-
ingu, en sumt myndi safnast fyrir i eina heild og sumt í
aðra og mynda þannig óendanlega margar hvirfingar, óra-
langt hverja frá annari, um hinn ótakmarkaða geim. Pannig
hefðu bæði sólin og fastastjörnurnar getað orðið til, að því
tilskildu, að efnið hefði verið lýsandi.
Nákvæmur stærðfræðilegur útreikningur, sem Sir James
Jeans, ritari Vísindafélagsins brezka um mörg ár, tókst á
hendur nú upp úr síðustu aldamótuni, staðfesti ekki aðeins
þessa tilgátu Newtons í öllum aðaldráttum, heldur leiddi
og i ljós aðferð til þess að reikna út, hve stórar þær efms-
hvirfingar yrðu, sem mynduðust undir áhrifum aðdráttar-
aflsins. Öllu þessu og ýmsu fleiru hefir hann lýst í hinu
mikla og merkilega verki sínu: Asironomp and Cosmogony,
Cambr. 1929.1)
3. r>yriIt»oUur. Ef vér þá hugsum oss efmnu dreift
jafnt um geiminn billiónir milna í allar áttir, þarf ekki nema
ofurlitla truflun einhversstaðar til þess að raska jafnvæginu
og til þess að efnishvirfingar taki að myndast. En hinai
stærri efnishvirfingar bera jafnan hinar minni ofurliði, þæi
sópa að sér efninu alstaðar að og draga þannig að sér efni-
viðinn í stórfellda og víðáttumikla heima. Eftii nokkura tugi
árþúsunda er ekkert annað til en þessar miklu efnishvirf-
iugar, með feikna bili í milli sín, og verða þær smámsaman
að mæðrum mikilla heima á þann hátt, sem hér segir:
Fyrst verðum vér þá að hugsa oss ákaflega þunna eim-
þoku, sem er hér um bil 10 -30 af þéttleika vatnsins, dreifða
um geiminn. Engin efnishvirfing getur haldizt við til lengdar
1) Sbr. Sami: The Universe Around Us, bls. 202 o. s.