Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 69
69
og í henni er »stjarnstreymi«, er rennur eftir 2 til 3 höfuð-
geirum. Gera menn ráð fyrir, að i Vetrarbraut vorri séu frá
30.000—300.000 milliónir sólna. Og þó er þetta ekki nema
ein af 2 millión þyrilþokum alheimsins, er menn gera ráð
fyrir að til séu, en að þvi er virðist ein af þeim stærstu og
hnaltauðugustu. Þungamiðja Vetrarbrautarinnar hefir ekki
enn orðið leidd í Ijós, og því er enn ekki unnt að segja,
hvers eðlis hún sé, hvort hún myndi nokkurs konar mið-
glóð, þar sem engar sólstjörnur séu enn orðnar til, eða að-
eins dauft lýsandi leifar af hinu upprunalega hvitglóandi
efnisþykkni. En í áltina til Sporðdrekans og Ophiuchus sjást
dimm efnisþykkni, sem annaðhvort mynda miðbik Vetrar-
brautar vorrar, eins og það nú er orðið, eða draga hulu
sina yfir það. Sól vor, sem aðeins er meðalsól að stærð og
hitamagni, liggur í einu úthverfi Vetrarbrautar, eða öllu
heldur rennur þar i stærri eða minni sveig, í sólhverfi þvi,
sem hún tilheyrir, og leitar því í ákveðna átt fram um
geiminn.
Arið 1904 varð stjörnufræðingurinn Kapteyn þess áskynja,
að sólstjörnur þær, sem eru í námunda við sól vora, voru
á ákveðinni hreyfingu til og frá í höfuðfleti Vetrarbrautar-
innar. Hann nefndi þelta stjarnstreymi og fann það einnig
hjá öðrum meiriháttar fjölstirnum.
Sérhver sólstjarna virðist hreyfast i nokkuð breytilegum
haug undir áhrifum annara sólstjarna í Vetrarbrautinni; en
það er enn sem komið er ómögulegt að ákveða þessar sól-
brautir nákvæmlega og verður máske aldrei. Það er hægðar-
Ieikur að reikna út braut einnar reikistjörnu umhverfis sól
sina, þvi að þar er aðallega um tvo hnetti að ræða, reiki-
stjörnuna og sól hennar. En undir eins og er um þrjá eða
fleiri álika stóra hnetti að ræða, er litt mögulegt að reikna
út braut þeirra hvers fyrir sig undir sameiginlegum aðdrætti
hinna. Þetta er svonefnd »þrí-hnatta-þraut«, sem aldrei hefir
verið leyst til fullnustu. Það er því auðsælt, að þar sem
eins og í Vetrarbraut vorri er um þúsundir millióna sólna
að ræða, þá er ekki til nokkurs hlutar að ætla að reyna að
reikna út braut hverrar einstakrar sólar, heldur verða menn
að láta sér nægja að reyna að komast á snoðir um hrevf-
ingar þeirra yfirleitt.
Og það kemur þá í Ijós, að flestar sólstjörnur, að undan-
teknum hinum hringlaga stjörnuhópum, er sjást á stöku stað
utan við miðflöt Vetrarbrautar, fara á óralöngum tima um