Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 73
73
sem eru með daufara skini en hún, en hinar færri, sem
hafa meira ljósmagn. Ef sól vor tæki allt í einu að lýsa á
við S. Dorodus, myndi hitinn á jöiðu hér verða 7000°, jörðin
bráðna og verða að eim eða gufu. En ef sólin tæki að lýsa
jafn-dauft og Wolf 359, myndi allt helfrjósa á samri stund
og andrúmsloftið verða fljótandi. Þelta sýnir þegar, að hinu
likamlega lifi eru sett tillölulega þröng takmörk í himin-
geimnum. Engar líkur eru nú til, að Ijósmagn sólar vorrar
aukist frá því, sem er; hitt er aftur á móti óhjákvæmilegt,
eins og síðar skal sýnt, að hún missi æ meir og meir af
geislamagni sínú, eftir því sem tímar líða, og að hún að síð-
ustu geti lýst á borð við Wolf 359; en þá er lika fyrir löngu
allt líf slokknað á jörðu hér.
Yfirborðshiti sólna er þetta frá 30.000° og niður í 2500° á
C. Sirius A, bjartasta sólin i voru nágrenni, er miðlungsheit,
með 11000° hita; en sól vor nokkru fyrir neðan meðaltal,
með 6000° hita. Dimmar, útkulnaðar sólir geta ekki verið
mjög margar í himingeimnum, því að þá myndi gæta að-
dráttar-áhrifa þeirra, en beirra hefir ekki orðið vart.
Hið innra eru sólstjörnurnar margfalt heitari en á yfir-
borðinu. Er talið, að hifinn þar skipti milliónum stiga; 5
milliónum sliga á svonefndum risasólum, sem eru Iausar í
sér og eimkenndar, allt að 50 milliónum stiga á miðlungs-
sólum, og jafnvel 500 milliónir stiga I miðbiki svonelndra
dvergsólna.
ÍO. StærÖir sólna og þéttleiki. Þvermál
sólnanna eða stærð er mjög mismunandi, allt frá risasólum,
sem eru allt að 450 sinnum stærri að þvermáli en vor eigin
sól, niður i miðlungssólir, sem eru á borð við sól vora, en
þó ýmist eitthvað stærri eða minni, og þaðan aftur niður í
dvergsólir, sem sumar hverjar eru ekki sfærri en vor eigin
jörð, en mörg þúsund sinnum þyngri fyrir þéttleika efnis-
ins, sem i þeim er.
Risasólir eru t. d.:
Antares............ 450 þvermál sólar
a Herculis......... 400 — —
o Ceti............. 300 — —
Betelgeux.......... 250 — —
Miðlungssólir:
Sirius A.......... 1.58 þvermál sólar
Procyon A......... 1.80 — —
10