Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 81
81
hálfu minni en hún nú er, myndu og aðdráttaráhrif hennar
á jörðina verða hálfu minni og jörðin fjarlægjast hana sem
þvi svarar. Síðustu Ijórar mínúturnar hefir sólin, fyrir út-
geislan sina, misst þúsund milliónir tonna með þeim árangri,
að jörðin hefir fjarlægzt hana agnarögn. Þessi fjarlæging
nemur ekki meiru en liðugum meter á heilli öld, og þó
munar talsvert um hana, er til lengdar lætur, því að hún
hefir það i för með sér, að sólkerfið, eins og raunar öll
Vetrarbrautin, smáþenst út og smákulnar, eftir því sem
aðdrátturinn og útgeislanin dvín.1)
Nákvæmlega sama, þótt í stærra mæli sé, á sér nú stað í
milli tvísólnanna, Hér geisla báðar sólirnar, hvor í kapp við
aðra, og eru þvi sífellt að missa eitthvað af þunga sínum.
En það hefir aftur það í för með sér, að þær eru sífellt að
fjarlægjast hvor aðra, brautir þeirra að vikka og þenjast út,
en þær sjálfar að kulna, og önnur þeirra kannske þegar
orðin dauft Iýsandi, orðin að dvergsól.
Hvorug þeirra áhrifa, sem nú hefir verið lýst, geta þó til
fulls skýrt stærð og lögun tvístirna-brautanna. Þar gætir
sem sé líka aðdráttar-áhrifa aðliggjandi stjarna, er einnig
verður að taka með í reikninginn. En allt þetta þrennt,
flóðbylgju-óhrifm, er haldizt geta um milliónir ára, efnis-
tapið við útgeislanina, er haldizt getur um billiónir ára, og
loks hin sífelldu áhrif aðliggjandi stjarna eða þeirra, er fram
hjá fara á hverjum tíma, allt veldur þetta því, að tvístirnin
smáfjarlægjast hvort annað. En svo getur hinn vaxandi
snúningshraði, eins og sýnt hefir verið, valdið því, að annað-
hvort tvístirnið eða bæði klofni og verði að fjölstirnum.
15. F'jölstirni. Fyrir hið sifellda
efnistap, sem sólirnar verða fyrir, skreppa
þaer saman meir og meir, en þetta fer
þó, eins og sýnt hefir verið fram á
[í III, 121, fram í rykkjum og stórum
stökkum. En því minni sem sólirnar ~
verða, því hraðar snúast þær um sjálfar _ c
sig, og að síðustu getur snúningshraðinn •
orðið svo mikill, að þær taki að skipta E)
sér að nýju, svo að tvær stjörnur verði 15. ni^'nd, er sýnir klofn-
úr einni. Verða þannig til þrísólir, fer- b-d! B-AogD-C? og
sólir og jafnvel fimmsólir úr sama tví- jafnvel fernt: C—c.
B
1) The Universe Around Us, bls. 224.
11