Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 85
85
efna. En úfgeislan misniunandi sólna virðist ekki bera vott
uni neitt slikt hlutfall. Loks m}rndu slíkar sólir aldrei vera
í jafnvægi og það er alvarlegasta mótbáran.
Fimmtán árum áður en Perrin kom fram með þessa til-
gátu, hafði Sir James Jeans getið þess til, að útgeislan sóln-
anna stafaði af ónýtingu efnisins í iðrum þeirra, fyrir þann
feiknahita, sem þar ríkti. Rafeindirnar hrykkju þar inn að
kjörnum efniseindanna og ónýttu þá rafeind og frum hvort
annað, en massi þeirra geislaði burt i líki ljóss og hita.
Árið 1918 reiknaði Sir James Jeans út orkufúlgu þá, sem
þannig leystist úr læðingi efnisins, svo og hversu langlifar
sólirnar gætu orðið, ef þetta ætti sér stað. »Meginreglan fyrir
þessum útreikningiw, segir hann, »er ofur einföld. Þegar
frum (protonj og rafeind (elektronj með efnisfylldunum m, M
upphefja hvort annað i sólunni og hverfa, þá missir sólin
efnisfylld, sem svarar til m -f M. En af þessu leiðir ákveðna
upphæð geislaorku; til þess að fullnægja lögmálinu um við-
hald efnisins, verður massi þessarar geislunar að vera m + M.
En samkvæmt frumreglu Einsteins, sem þegar hefir verið
skýrt frá, verður orka geislunarinnar að vera (m + M) C’.
Yfirleitt verður ónýting 1 grarams af efni að leysa C2 úr
læðingi eða 9 X 10 20 orkueiningar«. Og svo segir hann enn-
fremur: »Orka sú, sem leysist úr læðingi við ónýting efnis-
ins, er feykileg, samanborið við það, sem sama upphæð
efnis gæti gefið oss á sérhvern annan hátt. Um 3000 tonnum
af oliu verður að brenna til þess að knýja almennt farþega-
skip yfir Atlanzhafið, en sömu upphæð orku mætti fá við
ónýtingu Vso úr únsu af sömu olíu. Yfir 4 milliónir tonna
af kolum eru framleidd á viku til þess að sjá fyrir þörfum
Stóra-Bretlands til Jjósa, hitunar, rekstrarafls og flutninga;
en ef ónýtt væri 1 tonn af kolum, myndi það nægja til allra
þessara þarfa í heila öld. Og til þess að halda sögunni áfram,
þá myndi öll geislan sólarinnar frá þvi er jörðin varð til
fyrir 1500 milliónum ára, vera skýrð með ónýtingu '/ío.ooo
af efnisfylld sólar, eins og þegar er skýrt frá í § 101; en
ónýting á öllu efni hennar myndi nægja til sömu geislunar
og nú í 15 billiónir ára. Þessi siðasta niðurstaða sýnir ekki
einungis, að ónýting efnisins er nægileg uppspretta geisla-
niagnsins, heldur og, eins og vér nú skulum sjá, að hún er
eiginleg orsök þess®.1)
1) Astronomy and Cosmogony, bls. 113—14.