Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 89
89
mál (^j. Geti menn því mælt færslu þessa, má hvort heldur
finna þyngd stjörnunnar eða þvermál, ef hitt er kunnugt.
Aðferð þessi hefir nýlega verið notuð til þess að finna þyngd
dvergsólar þeirrar, Sirius B, er myndar tvistirni með Sirius
A. Þvermál hennar, 40.000 km., var áður kunnugt, en eðlis-
þyngd hennar sýndi sig nú að vera 60.000 sinnum eðlis-
þyngd vatns og er það hið þyngsta og þéttasta efni, sem enn
hefir fundizt.
Enn má lesa út úr rákum þessum hitann á yfirborði sóln-
anna eftir því, hvaða rákum mest ber á. Kalcium-línurnar
eru þannig mjög áberandi í litrófi vorrar eigin sólar, en á
rafmögnuðu kalcium ber mest við 6290° hita. Af þessu má
draga þá ályktun, að á yfirborði vorrar eigin sólar sé um
6000 stiga hiti.
Það er þannig ærið margt, sem lesa má beinlínis eða
óbeinlínis út úr litrófi sólnanna, stærð þeirra eða þyngd,
fjarlægð þeirra og það, hvort þær færast fjær eða nærjörðu,
efnafarið í útlagi þeirra og loks, hver hitinn muni vera á
sjálfu yfirborðinu.
Efnafarið i útlagi sólnanna er nú nokkuð mismunandi
eftir því, hve heitar sólirnar eru. Eftir hita og efnafari er
sólunum skipað niður í sjö flokka og þeir auðkenndir með
stöfunum 0, B, A, F, G, K, M. Sézt efnafarið og hitinn á
töflunni á næstu bls.
Lítið er nú unnt að lesa út úr töflu þessari nema það,
að vatnsefnis gætir mjög lítið á heitustu stjörnunum, en
miklu meira siðar. Helium, súrefni og köfnunarefni koma
jafnvel í ljós á undan þvi. En væri það það frumefnið, sem
fyrst hefði orðið til, ætti þess og að gæta fyrst, en hinna
siðar. Lítur helzt út fyrir, að efnin, þau léttu og þau þungu,
myndist nokkurn veginn jafn-snemma fyrir útgeislan hinna
þyngstu geislandi efna i miðbiki sólstjarnanna.
Um 50 af þeim 92 frumefnum, sem til eru hér á jörðu,
hafa þegar fundizt í litrófi vorrar eigin sólar; en þetta sýnir
aðeins efnafarið í hinum j'ztu lögum sólarinnar. Hitt vitum
vér að svo komnu ekkert um, hvernig efninu er farið og í
hvaða ástandi það er í innri og innstu lögum hennar, nema
hvað vér getum ráðið það af geislamagni hennar, að þar
séu sterkt geislandi efni og þá að líkindum lítið eitt þyngri
en hin þyngstu frumefni hér á jörðu, sem og eru geislandi.
En þetta gefur tilefni til ofurlítillar hugleiðingar.
12