Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 99
99
17. mynd. Reikistjörnur þær, sem urðu til úr gosgeira sólar.
Neptún ekki nema eitt. En um uppruna tunglanna er það
að segja, að útsogskenning Jeans skýrir hann jafn-Iéttilega
og uppruna sjálfs sólkerfisins.
8. Uppruni tunglanna. Nú er það næsta eftir-
tektarvert, er menn fara að athuga reikistjörnurnar og tungl
þeirra, að þar hafa myndazt smærri kerfi, og eru sum þeirra
svo lik sólkerfinu sjálfu, að ætla verður, að sömu eða svip-
aðar orsakir hafi ráðið uppruna þeirra. Þannig mynda stærstu
reikistjörnurnar, Júpíter og Satúrnus, hvor sitt kerfið, með
9 tunglum hvor, svo nauðalík sjálfu sólkerfinu, að naumast
verður í milli séð. Sú tilgáta, sem skýrir hvorttveggja jafn-
létlilega, virðist sönnu næst; en sérhver tilgáta, sem vildi
skýra uppruna aðalkerfisins og aukakerfanna hvort með
sínum hætti, mundi þykja mjög ósennileg.
Nú vill svo vel til, að útsogskenningin skýrir uppruna
hinna minni kerfa jafn-Iétlilega og uppruna sólkerfisins sjálfs.
Undir eins og einhver reikistjarnan, segjum t. d. Júpiter,
var orðin til, endurtók það sama sig i smærri stil, sem átt
hafði sér stað við uppiuna sólkerfisins sjálfs. Júpiter kemur
þar aðeins í stað sólar, þar sem aftur á móti sólin sjálf eða
hin aðvífandi stjarna, eða þær báðar til samans, sem er
sennilegast, standa fjrrir útsogs-áhrifunum þar.
Aftur myndast einn eða tveir geirar, en í þetta skipti út
frá reikistjörnunni Júpíter; aftur myndast þungamiðjur í
geiranum, sem efnið sópast utan um, þangað til orðnir eru
til fleiri eða færri smærri hnettir, eftir því sem efni standa
til. En með þvi að Júpíter og hin aðvífandi stjarna snúast
í sama fleti, hljóta og tungl þau, sem á þenna hátt verða til,
einnig að snúast í sama fleti. Og þannig er þetta í raun og
veru. Ekki einungis Júpíter og tungl hans, heldur og allar
hinar aðrar plánetur og tungl þeirra, snúast þvi sem næst
öll í sama fleti og í sömu átt, nema hvað yztu tungl Júpí-
ters og Satqrns, svo og Neptúns tunglið, snúast í öfuga átt við