Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 100
100
pláneturnar og öll hin tunglin. En þar hefir aðdráttaráhrif-
anna líka langminnst gætt og því hafa þau tungt farið að
geta snúizt i öfuga átt við hin tunglin En flöturinn og áltin,
sem sólkerfið nú snýst í, hefir að sjálfsögðu verið flötur sá
og sú átt, sem hin aðvifandi stjarna, er varð höfundur allrar
þessarar miklu sköpunar, snerist í.
9, Stæröarmunnr stjarna og tung-la.
Flóðbylgjukenningin gerir þegar í upphafi ráð fyrir tveim
möguleikum; annar er sá, að móðurstjarnan sé úrjafn-þéttu
fljótandi efni inn úr; en hinn er sá, að efnisfylldin sé mest
í þungamiðju hennar og hún þvi þéttust þar, en í eim-
kenndu ástandi í útjöðrunum. Eigi hið fyrra sér stað, verður
tiltölulega litill stærðarmunur á móðurstjörnu og dætrum;
en ef hið síðara á sér stað, verður stærðarmunurinn á for-
eldri og afkvæmi afar-mikill.
Allt hendir nú til þess, að sólin hafi hið ytra verið í eim-
kenndu ástandi, eins og hún raunar er enn, þegar hún gat
af sér reikistjörnur sínar, og eins, að hinar stærri reiki-
stjörnur, Júpíter og Satúrnus, hafi verið í eimkenndu ástandi,
eins og þær raunar enn eru, þegar þær gátu af sér fylgi-
hnetli sína, tunglin. Stærðarmunurinn á foreldri og afsprengi
er þar svo afar-mikill. Aftur á móti virðist jörðin liafa verið
úr fljótandi eða föstu efni, um það bil er tunglið sogaðist
út úr henni, því að þar er stærðarmunurinn tiltölulega
minnstur.
Stærðarmunurinn milli móðurstjörnu og afkvæmis er sem
hér segir: Efnisfylld sólar er 1047 sinnum meiri en stærstu
reikistjörnu hennar, Júpíters; en efnisfylld Júpíters 12.300 sinn-
um meiri en stærsta tungls hans, og efnisfylld Satúrns 4150
sinnum meiri en stærsta tungls hans. Aftur á móti er efnis-
fylld jarðar ekki nema 81 sinnum meiri en efnisfylld mán-
ans. Hún litur því út fyrir að hafa verið orðin úr fljótandi
eða jafnvel föstu efni um það bil, sem máninn var rifinn
út úr móðurskauti hennar.1)
Eftir þessari kenningu ættum vér því að hafa eimkenndar
plánetur með mörgum smáum tunglum, sem þegar frá byrjun
urðu fljótandi eða föst, eða sprungu að öðrum kosti og
mynduðu efnisbelti umhverfis móðurhnött sinn, eins og nú
á sér stað um Satúrnus (Satúrnus-hringarnir); hálf-eim-
kenndar plánetur, sem voru með færri, en stærri tunglum,
1) Astronoray and Cosmogony, bls. 406.