Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 102
102
konar aukageta náttúrunnar, sem ekki kemur við hinum
eiginlega tilgangi hennar, er getur verið allur annar? Eða
er lífið hámark það, sem öll sköpunin stefnir að, undirbúið
um billiónir ára, á meðan hið geislandi efni í óbyggilegum
þj'rilþokum er að breytast úr einu í annað og sólirnar eru
að sóa ofgnægð geislaorku sinnar út í tóman geiminn? Eru
þær kannske að undirbúa jarðveginn á stöku stað á hinum
dimmu, köldu jarðstjörnum, sem einstaka þeirra hefir getað
getið af sér, til þess að geta alið þar líf í skini sólar? Er
kannske fyrsta slímfruman, sem varð til á jörðu hér, upp-
haf merkilegrar þróunar, sem um síðir getur gelið af sér
hjarta hinnar heilögu Theresiu og heila Einsteins? Er þetta
tilviljun ein, eða kemur þetta af þvi, að hin ólífræna náttúra
alltaf hlýtur að geta af sér líf, þar sem öllum skilyrðum er
fullnægt? Og er máske einhver skapari, einhver allsherjar
reiknimeistari að baki, er hefir komið öllu svo dásamlega
fyrii ?
Það er líffræðinnar að svara spurningunni um upptök
lífsins, en stjarnfræðinnar að svara þeirri spurningu, hvaða
stjörnur séu byggilegar eða þá með öllu óbyggilegar.
Sú skoðun, að sérhver lýsandi stjarna í himingeimnum
kunni að vera aðsetur lífs og meðvitundar, þykir nú fjarri
öllum sanni. Yfirborðshiti sólstjarnanna er, eins og vér höf-
um séð, þetta frá 2500° upp í 30.000°, og flestar eru þær
margar milliónir stiga hið innra, svo að á þeim eða í getur
ekkert likamlegt líf þrifizt. Frumeindirnar, sem eru uppi-
staða alls Hkamlegs lífs, myndu splundrast þar margsinnis
á hverri sekúndu.
Það þykir nú og full-sannað eða að minnsta kosti miklar
líkur til, að hávaði eða */3 allra sólna, er svífa um himin-
geiminn, geti alls ekki myndað sólkerfi í líkingu við vort,
til þess sé snúningshraði þeirra og þéttleiki inni við mið-
bikið allt of lítill. Og þar sem snúningshraðinn hafi verið
nógur, þar hafi sólirnar ekki myndað sólkerfi, heldur klofnað
í tvísólir, þrísólir o. s. frv., og mun þetta eiga við um x/3
allra þeirra sólstjarna, er menn hafa getað rannsakað. Þá
er aðeins eftir sú sjaldgæfa undantekning, sem ekki kvað
geta komið fyrir nema svo sem einu sinni á hverjum 5000
milliónum ára, að tvær sólstjörnur fari svo nærri hvor ann-
ari, að sólkerfi geti skapazt utan um aðra hvora þeirra á
þann hátt, sem nú hefir verið lýst. En þá sjaldan þetta
kemur fyrir, þá verður þó ekki nema 1 af hverjum 10 jarð-