Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 103
103
stjörnum byggileg, sem sé sú, sem bvorki er of nærri né of
fjarri sólu og hefir að öðru leyti öll nauðsynleg lífsskilyrði
til að bera. Það er því mjög óvíða í himingeimnum sem
vér getum eygt griðastaði fyrir lifið og þróun þess.
11. Upptök lífsins. Liífssliilyröi og lff-
seig-ja. Ef nú hvergi getur þróazt líf í himingeimnum,
nema í skauti þeirra dimmu jarðstjarna, sem eru mátulpga
langt frá sólum sínum og hafa öll önnur lífsskilyrði til að
bera, eru orðnar kaldar með fastri jarðskorpu, hafa Iáð og
lög og loft umhverfis sig og nóg næringarefni, en sólkerfin
á hinn bóginn eru svo nauðafá í himingeimnum, sem getið
hefir verið til hér að framan, hvernig getur lífið þá í fyrstu
hafa orðið til?
Um þelta hafa menn gert sér ýmsar tilgátur, allt frá sköpun
fyrir almættisorð Guðs niður í eðlilega þróun lífefnanna á
jörðu hér.
1 vísindunum hafa menn einkum getið þrenns til: 1. að
lífið kviknaði svo að segja af sjálfsdáðum, eins og maur í
osti eða maðkur í signum fiski, 2. að lífsfrjóin gætu flutzt
hnatta í milli, annaðhvort fyrir geislabrýstingi sólnanna eða
þá í glufum loftsteina, er flýgju hnatla í milli, eða 3., að
lífsverurnar yrðu til á hverri jarðstjörnu fyrir sig, þar sem
lífið á annað borð gæti þrifizt, úr lífrænum efnasamböndum,
sem á einhvern hátt hefðu öðlazt þann eiginleika að geta
endurnýjað sjálf sig, jafnóðum og þau eyddust eða leystust
upp. En þessi endurnýjunar-hæfileiki er, eins og kunnugt er,
aðaleinkenni allra lifandi vera.
Fyrsta lilgátan, um sjálfkveikju lífsins (generalio spontaneaj,
er í sjálfu sér mjög þokukennd. Eigi hún að nierkja það,
að engar jdri orsakir liggi til þess, að lifsfrjóin verði til í
fyrstu, verður auðvitað að vísa henni á bug, því að lífsver-
urnar eru orðnar til úr efnum, er finnast dreifð hingað og
þangað um náttúruna, og einhvern tíma og á einhvern hátt
hafa þau hlotið að renna saman, til þess að m}rnda þessar
lifandi verur. Á hinn bóginn sýndu tilraunir Pasteur’s og
annara á siðustu öld, að lífsverurnar geta ekki, frekar en
annað, orðið til úr engu, að maðkur og maur, og allar lífs-
verur, verða til úr eggi eða frjói, því að jafnskjótt. og efnin
eru dauðhreinsuð og girt er fyrir, að nokkur lífsfrjó komist
að þeim, sýna þau engan lífsvott. Einhvern tírna og einhvers-
staðar hljóta því fyrstu lífsfrjóin að hafa orðið til, og því er
annaðhvort að leita uppruna þeirra hér á jörðu eða annarstaðar.