Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 107
107
hafi getað þrifizt á Marz, á meðan þar var heitara en nú,
og ekki heldur íyrir það, að lífsfrjó hafi getað borizt frá
Marz til jarðar. En þar sem lífsskilyrði þar eru öllu óhag-
stæðari en á jörð vorri, virðist ekki þurfa að leita þangað
um uppruna og þróun lifsins hér á jörðu.
Um hinar aðrar stærri og fjarlægari reikistjörnur í sólkerfi
voru þarf ekki að fjölyrða; þar er meiri kuldi en svo, að
þar geti verið um nokkurt Iikamlegt líf að ræða. Á Júpíter
og Satúrnusi er að jafnaði 150° frost, á Úranusi 170° frost,
og á Neptún, sem er 30 sinnum fjær jörðu en sólin, er að
jafnaði 220° frost. Um hina 10. nýfundnu reikistjörnu, Plútó,
sem er enn miklu fjær sólu, þarf ekki að ræða.
Oss er þannig visað til vorrar eigin jarðar, ef vér ætlum
að gera oss nokkra sæmilega grein fyrir upptökum lifsins
og þróun þess; enda sýnir jarðsaga hennar, að líf hefir getað
þrifizt í skauti hennar alla tíð frá upphafsöld eða frá því,
að fornbergið var til orðið, og að lífið hefir þróazt smám-
saman á þessari jörð frá lægstu lífsverum til þeirra æðstu,
eftir því sem skipting varð lofts, iáðs og lagar, og önnur
lífsskilyrði voru fyrir hendi. En um það síðar (í V. kafla).
13. Önnur sóllíerfi. Pá er vér spyrjum um hin
önnur sólkerfi, er til kunni að vera í himingeimnum, kom-
um vér að svo eftirtektarverðu atriði, að það brýtur bág við
skoðanir flestra nútíðarmanna. Síðan á dögum Brúno’s hafa
menn almennt haldið, að flestar þær sólir, er þeir sæju á
himninum, væru umkringdar af fleiri eða færri reikistjörnum,
og þar væri því um aragrúa hyggðra hnatta að ræða. En
hvað munu menn þá segja, er þeir heyra, að sumir hinna
merkustu stjarnfræðinga, sem nú eru uppi, hafa komizt að
þeirri niðurstöðu, að sólkerfi eins og vort sé hreinasta undan-
tekning? Hér skulu tilfærð orð A. S. Eddingtons, eins hins
merkasta stjarneðlisfræðings, sem nú er uppi, en þau hvila
aftur á útreikningum og rannsóknum Sir James Jeans.
Eddington segir1): »Ef reikistjörnurnar í voru eigin sól-
kerfi skyldu bregðast oss [með tilliti til þess að vera byggðar
stjörnur eða byggilegarj, þá eru til nokkur þúsund millióna
annara stjarna, sem vér höfum verið vanir að líta á sem
sólir, er réðu fyrir tilsvarandi sólkerfum. Menn hafa litið á
það sem því nær óguðlega staðhæfingu að neita þeim um
1) A. S. Eddinglon: The Nature ot the Physical World, Camb. 1928,
bls. 175 o. s.