Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 109
109
stöðu, sem komizt hefir veiið að með því að athuga og
reikna út, hvernig farið geti fyrir eimhnöttum, er snúast um
sjálfa sig; þetta er flókið mál o_> niðurstöðurnar ef til vill
ekki endanlegar; en rannsóknir Sir J. H. Jeans liafa fært
nianni heim sanninn um, að klofnun vegna snúningshraða
framleiði jafnan tvísólir, en aidrei sólkerfi. Sólkerfa-myndun
er því engin venjuleg afleiðing á þroskabraut sólstjarnanna;
hún er meira að segja ekki neitl venjulegt fyrirbrigði í þró-
uninni; hún er hreinn og beinn duttlungur.
Að þessum tvíkosti útilokuðum, virðist eini möguleikinn
til þess, að sólkerfi myndist, vera sá, að óvænt atvik beri
nð höndum, þegar sólin er á vissu þéttleikastigi. Samkvæmt
Jeans var atvik þetta í því fólgið, að önnur aðvífandi
stjarna nálgaðist sól vora á leið sinni um geiminn. Stjarna
þessi virðist hafa farið ekki mjög langt fyrir ntan Neptúns-
braulina; hún hefir ekki mátt fara mjög hralt, en hefir þá
smámsaman farið að hafa áhrif á sólina og sólin á liana.
Með útsogi sínu olli stjarna þessi feikna-gosum á sólunni
og varð þess valdandi, að hún gaus löngura efnisgeirum, er
hnykluðust saman í reikistjörnur. F’etta hefir átt sér stað
fyrir meiru en þúsund milliónum ára. Hin aðvifandi stjarna
fór síðan leiðar sinnar meðal hinna annara sólna; en arf-
inn, sólkerfið, ásamt einni byggilegri reikisfjörnu, hefir hún
látið eftir.
Slikt kemur aðeins örsjaldan fyrir, jafnvel á hinu langa
æviskeiði sólnanna. Iher eru í slikri órafjarlægð hver frá
annari, að það er hkt og tuttugu tennisboltar væru á sveimi
innan í öllu jarðhvelinu. Má líkja atviki því, er gaf tilefni
ti! þessarar sólkerfis-myndunar við það, að einhverjir tveir
þessara tuttugu bolta kæmust í fárra metra fjarlægð hvor
frá öðrum. Er ekki vel hægt að reikna þetta út, en líkindin
til þessa eru svo afar-Iitil, að ekki má gera ráð fyrir meiru
en að ein af hverjum hundrað milliónum sólna verði fyrir
þessu, undir þeim skilyrðum og á þeim tíma, að það geti
haft sólkerfis-myndun í för með sér.
Þólt mönnum kunni nú að þykja þessi niðurstaða um,
hversu fátið sólkerfa-myndunin sé, ærið vafasöm, myndar
hún þó gagnlegt mótvægi móti þeirri skoðun, sem menn nú
eru svo gjarnir á að aðhyllast, að hver stjarna sé likleg til
að geta fóstrað líf i skauli sínu. Vér vilum, hversu eyðslu-
söm náttúran er. Hversu mörgum akörnum sóar hún ekki
til þess, að ein eik geti gróið? Skyldi hún þá vera nýtnari