Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 111
V,
vor
Jörð
1* XJppruiii jarðarinnar. Það er aðeins fátt eitt
áreiðanlegt, sem vér vitum um aldur og þróun jarðar vorrar.
Eina kenningin um uppruna jarðar, sem staðizt hefir stærð-
fræðilega prófun, er útsogskenning Jeans. En samkvæmt
henni á jörðin að vera orðin til úr nokkrum hluta gosgeira
þess, er varpað var út frá sólu undir aðdráttar-áhrifum sól-
stjörnu þeirrar, er þá hafði nálgazt sólina.
Upprunalega mun jörðin hafa verið að nokkru leyti eim-
kennd og að nokkru leyti bráðinn glóandi hnöttur, er smá-
kólnaði utan frá og inn á við fyrir útgeislan sína og kuld-
ann utan frá. óvíst er, hve langan tíma það liefir tekið. En
loks myndaðist jarðskorpan hið ytra og smáþykknaði, smá-
þéttist, en eimyrjan hið innra í iðrum jarðar varð að seig-
þéttu efni, eðju, er menn nú hafa nefnt magma. Jarðskorpan
fór smáþykknandi og varð að hörðu og föstu efni, ýmiss-
konar bergtegundum, og eru granít og gabbró talin einna
elzt þeirra; þar undir er basalt-eðja allþykk, en innst, utan
um kjarna jarðar, svonefnt dúnithvel, en kjarninn mun vera
úr seigþétlu nikkeli og járni. í fyrstu var jarðarhvelið sveipað
eim og gufu, en síðar lofti og legi.
2. Aldur jaröar. Mjög hafa menn átt hágt með að
ákveða aldur jarðar. Verða menn þar þegar að greina í milli
aldurs jarðarinnar sjálfrar og aldurs jarðskorpunnar, sem er
talsvert yngri. Ýmsum aðferðum hafa menn beitt til þess
að ákveða aldur jarðlaganna. Hafa menn fyrst reynt að
ákveða aldur þeirra eftir þykkt sandsteinslaga þeirra, er
myndazt hafa við framburð fljóta og vatna, og eftir því á
aldur jarðlaganna að vera um 100 milliónir ára. Menn hafa
og reynt að ákveða aldur jarðskorpunnar eflir saltmagninu
í höfum jarðar, en það fer eftir þvi, hve mikið natron berst
fram til sævar, og hefir aldur jarðskorpunnar eftir þvi verið