Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 114
114
dældir /geosynclinesj skammt frá sjó o« þær tóku smám-
saman að fyllast af framburði fljóta og vatna. Þyngsl þau,
sem þannig mynduðust, sukku smámsaman dýpra og dýpra,
þangað til einhver íspyrna eða mótvægi kom að neðan, sem
vóg upp á móti þrýstingnum og spyrnti þessum bjargþunga
úr sæ; en þá mynduðust fjöll og fjallgarðar, oftast nær með
ströndum fram eða nálægt þeim, og þá helzt á meginlönd-
unum vestanverðum eða sunnanverðum. Svo stóðu fjöll þessi
um tugi millióna ára, áður en þau annaðhvort veðruðust
upp eða sigu aftur í sæ.
Þetta hefir endurtekið sig hvað eftir annað á jörð vorri.
Ameriskir jarðfræðingar, sem hafa rannsakað allt þetta manna
nákvæmast á síðari áratugum, telja, að sex til sjö slikar
jarðbyltingar hafi gengið yfir jörðina, frá því er fornbergið
myndaðist fyrir, að því er þeir gizka á, hér um bil 300
milliónum ára; og enn má eiga von á slíkum jarðbyltingum
eftir svo og svo marga tugi millióna ára.
En hvernig verður þá allt þetta undarlega samhengi skýrt?
Og af hverju stafa þessar jarðbyltingar? Pær stafa af þvi, að
basaltið, sem er hin eiginlega undirstaða jarðskorpunnar,
gerir ýmist að bráðna eða storkna. Það eru geislandi efni í
basaltinu, eins og úranium og thorium, sem bræða það með
vissu millibili; en það storknar ekki og þéttist aftur, fyrri en
hitinn, sem var byrgður inni undir jarðskorpunni, hefir getað
rokið burt.
JTaín.v£eg-is-lög-má.liö. Laust eftir 1850 kom
Sir George Airy, kgl. stjörnuskoðari í Cambridge, fram með
þá kenningu, að jarðskorpan öll, og þar á meðal fjöll og
firnindi, hvildu á þéttu og þykku basaltlagi, sem vægi upp á
móti þyngd jarðskorpunnar. Yrðu menn helzt að hugsa sér
fjöliin sem skip á sæ, er ristu því dýpra, þvi þyngri sem
þau væru, eða sem ísjaka á ftoti, þar sem aðeins lítill hluti
stæði upp úr, en meginhlutinn marraði í kafi. Nú eru fjöllin
yfirleitt úr graníti eða gneiss og eru því 2.67 að eðlisþyngd;
en basalteðjan undir þeim 3.0 að þéttleika. Ættu fjöllin yfir-
leitt, eða þau og rætur þeirra, að rista svo djúpt í eðju þessa,
að 1 bluti slæði upp úr, en 8 væru í kafi (1 : 8). Leiðir
þetta beint af meginreglu Arkimedess um eðlisþyngdina, að
hlutir á floti verði að ryðja i burtu jafnþyngd sinni af efni
því, sem þeir fljóta í. Samkvæmt þessu eru þá öll megin-
lönd jarðarinnar á floti i basalteðju þeirri, sem myndar
undirstöðu þeirra, og rista þau að sjálfsögðu þvi dýpra, því