Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 120
120
blýmagni því, sem úr þeim hefir myndazt, ætla menn nú,
að jarðskorpan hafi farið að myndast fyrir 1200 milliónum
ára; en um 300 mill. ára eru taldar síðan, að lífsvera liafi
fyrst orðið vart hér á jörðu; um 300—500 þúsundir ára eru
siðan, að forfeðra mannsins fyrst varð vart, en i hæsta lagi
2—3 tugir þúsunda, síðan maðurinn fór fyrst að hefja sig
til menningar.
Á þeim 300 milliónum ára, sem kváðu vera liðin frá
frumlifsöld jarðskorpunnar, hafa orðið, að því er menn
frekast geta lesið út úr sögu jarðlaganna, 6—7 bj'ltingar.
Virðast þær hafa verið tiðari og með styttra millibili fyrst
framan af, af því að meira var um geislandi efni þá en nú.
Þrjár þeirra, sú lárentínska, algomanska og Killarney-bjdt-
ingin urðu þegar á upphafs- og frumlífsöld; en fjórar hinar
síðari hafa komið dreifðar og hver á sinni jarðöld, kale-
dónska byltingin á fornöldinni miðri; Appalakbyltingin á
timamólunum milli fornaldar og miðaldar; Laramidbylt-
ingin í lok miðaldar, og Alpabvdtingin, þá er Alpafjöllin
mynduðust, á miðri tertiær-öld.
Nöfn þessi á jarðbyltingunum eru flest mvnduð af ame-
rískum jarðfræðingum, er manna bezt hafa gengið fram i
þvi að rannsaka þetta. Hafa þeir kennt bjdtingarnar, sem
orðið hafa, við helztu fjallmyndanir í lok hverrar byltingar,
og birtist hér á undan yfirlit yfir hvorttveggja, jarðaldir og
jarðbyltingar, svo og lífsverur þær, sem auðkenna hvert
timabil.
11. Undanfarar jaröbyltinganna. Það hefir
sýnt sig við þar til gerðar tilraunir, að rúmtak basaltsins
eykst um 12°/o, þegar það bráðnar. Af þessu leiðir, að eftir
því sem basalteðjan i undirlagi jarðskorpunnar bráðnar,
þenst jarðarhnötturinn út og að síðustu hefir hringgeisli hans
lengzt um nokkrar milur. Við þetta lyftast bæði lönd og sær
og jarðskorpan springur, þar sem hún er þynnst, en það er
aðallega með ströndum fram, og upp úr sprungunum vellur
bráðið basalt, sem þó storknar aftur mjög bráðlega. En aðal-
afleiðingar þess, að basalteðjan bráðnar og hnötturinn þenst
út eru þó þær, að lönd og fjöll fara fyrir eðlisþunga sinn
að síga ofan i bráðna eðjuna og halda þessu áfram, þangað
til jafnvægi er aftur náð; en höfin gryunka, um leið og
hnötturinn þenst út, og fara að flæða inn yfir löndin. Er
talið, að allt að því helmingur alls þurlendis geti þannig
sigið i sæ. Alstaðar á jarðarhnettinum myndast þá höf og