Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 126
126
Stundum fer [jessi lyfting fjallanna upp yfir yfirborð jarðar
fram í rykkjum, þannig að sömu fjöllin eða tjaligarðarnir
eru afkvæmi margra byltinga, eins og t. d. Appalak-fjöllin í
Norður-Ameriku, sem fyrst lyftust á Kolatimunum og siðan
aftur um ein 2000 fet á Kritartímunum. En fjallmyndun
þessi getur lika farið fram svo að segja i einum rj'kk, í
einni og sömu jarðbyltingu, og mun það þó sjaldgæfara.
Því að þótt fjölbn komi aðallega í Ijós í einhverri ákveðinni
jarðbyltingu, eins og t. d. Alpafjöllin og Himalayafjöllin i
Alpabyltingunni, hefir aðdragandinn að myndun þeirra verið
ærið langur og nær stundum aftur til hinna eldri jarðbyltinga.
Hæð fjallgarðanna og megin fer auðvitað eflir þvi, hve
mikið af efni hefir safnazt f)rrir í samhverfunum og hve
rnikið af efni þessu hliðarkraftarnir frá hafsbotnunum hafa
getað fært í kaf, og hve miklu loks íspyrnan að neðan
nemur, þegar hin storknaða basalteðja fer að lyfta þeim úr
iðrúm jarðar. —
Hér verður nú ekki farið nánar út i orsakir fjallmynd-
unarinnar, heldur vísað til bókar þeirrar, er stuðzt hefir
verið við.1) Aðeins skal þess getið, að fjöllin standa hæst og
mynda þá jökla og jafnvel ísaldir, þegar basalteðjan er full-
storknuð; en fara að lækka og síga, líkt og löndin, þegar
hún aflur fer að bráðna, og mildast þá jafnframt loftslagið
á hnettinum. En á þessum löngu tímabilum, sem líða á milli
byltinganna, veðrast fjöllin lika smámsaman upp af ágangi
vatns og vinda, og verða fyrir það mun lægri en þau voru
i fyrstu.
13. Atleiðingar jarög-eislvinariniinr. Ef vér
nú athugum stultlega liinar margvíslegu afleiðingar af út-
geislan hinna geislandi efna i undirlagi jarðskorpunnar, þá
eru þær ærið margbrotnar og stórkostlegar.
Fyrst safnast þá hitinn af geislaninni fyrir, þangað til
basalteðjan bráðnar. Þá þenst hnötturinn út, löndin siga og
komast á hæga hreyfingu, en höfin flóa inn yfir löndin.
Fyrir hina hægu hreyfingu landanna út yfir hafsbotnana,
rýkur jarðhitinn úr hinu gamla undirlagi þeirra burt; annars
myndi hnötturinn annaðhvort bráðna eða springa.
Þegar hitinn er rokinn burt, leggst jarðskorpan i fellingar
og ílangar, djúpar skálar myndast í hana, bæði á landi og
í sjó. Fyrir framburð tljóta og vatna myndast sandsteinslög
1) Johj: The Surface-History of the Earth, bls. 112 o. s.