Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 127
127
í skálum þessum; þeim er þrýst niður i iður jarðar; en er
basaltið storkuar á ný, fer það að sp}Tna jarðlöoum þessum
upp yfir yfirborð jarðar — fjöllin fæðast.
Svo líða langir timar og allt er með tiltölulega kyrrum
kjörum, nema hvað einstöku eldfjöll gjósa og lönd skjálfa,
sem bæði getur orsakast af einhverju misgengi í jörð niðri,
eða þá af starfsemi hinna geislandi efna í basalteðjunni hér
og þar, en hitinn í henni er að smáaukast og búa undir
nýja jarðbyltingu.
En geislanin veldur meiru en þessu; hún hefir lika ýms
óbein áhrif á jörðina og jarðlífið. Þegar basalteðjan er full-
storkin, eru fjöll og meginlönd í »hástöðu« sinni, þ. e. hæst
yfir sjávarmál; þá ganga kuldatimar yfir jörðina, jökuli
m}rndast á fjöllum og ísaldir ganga yfir löndin. Loftslagið er
kalt og þurt. En er basalteðjan tekur að bráðna, fara löndin
að síga og fjöllin eru i »lágstöðu« sinni, en höfin flóa inn
yfir. Þá bráðnar jökullinn; veðurlagið verður milt og rakt,
en gróður eykst og lífið þróast.
En á hvern hátt hefir geislanin með afleiðingum sínum
getað greitt fyrir lifinu og þróun þess? Fyrst með þvi að
gera það að verkum, að jarðskorpa gæti myndazt, en það
varð ekki fyr en nokkur af hinum meiriháttar geislaefnum
voru eydd. í öðru lagi með þvi að gefa lifsverunum næði
til þess að lifa og þróast á hinum löngu tímabilum milli
jarðbyllinganna. í þriðja lagi með því að flytja skeldýr og
annað þess kyns um eudilangan hnöltinn, þegar höfin flóðu
inn yfir löndin. 1 fjórða lagi með þvi að slyðja að skiptingu
láðs og lagar og stuðla að því, að lifsfrjó þau og lifsverur,
sem höfin báru inn yfir löndin, gælu að minnsta kosti sum
lagað sig eftir lífsskilvrðunum á landi og í lofti, og þannig
orðið að landgróðri og landdýrum. Hefðu höfin aldrei flóð
inn yfir löndin og af þeim aftur, hefði sennilega sú þróun,
sem saga jarðlaganna ber vott um, aldrei átt sér stað.
14. JTaröbylting-ai' og jarölíf. Það er nú næsla
eftirtektarvert, að þótt jarðbyltingar þær, sem getið hefir
verið um, hafi virzt ærið aðsópsmiklar og breytt mörgu á
jörðu hér, hafa þær ekki girt, heldur miklu fremur greitt
fyrir þróun lífsins með þvi að styðja að útbreiðslu þess, eins
og t. d. er skeldýrategundir ýmisskonar hafa borizt alla leið
sunnan úr Mexikoflóa og norður í ishaf, eða með því að
skilja eftir ýmsar tegundir fjörugróðurs og sjávarlífs viðs-
vegar um hnöttinn, er höfin tóku að fjara út frá meginlönd-