Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 128
128
unum og skipting varð láðs og lagar. Hver greinileg jarð-
bylting virðist meira að segja, hvernig sem á þvi stendur,
hafa haft einhverja ákveðna þróun upp á við og fram á við
í för með sér. Til þess að sannfærast um það, þurfa menn
ekki annað en að renna augunum yfir töftuna í V, 10.
í elztu jarðlögunum er engan lífsvott að finna; en þör-
ungar, geisladýr og svampar koma í ljós eftir tvær næst-
elztu bjdtingarnar. Svo liða langir tímar, fram á miðja forn-
öld, fornkrabbar, kórallar, skeldýr allskonar og jafnvel brjm-
fiskar verða til, en enn virðist ekki vera orðin nein veruleg
skipting láðs og lagar. Hún virðist fju’st verða lil upp úr
kaledónsku jarðlaga-byltingunni. Þá kemur fj'rsti landgróður
til sögunnar og þá fara lands- og Iagardýr, forfeður frosk-
dýra, fjrrst að koma i ljós. Þá fer og að bera á skordýrum
með auknum landgróðri. Svo kemur Appalak-byltingin.
Skriðdýr verða til og ná miklum þroska, leggja undir sig
loft, láð og lög, og verða að drekum og finngálknum.
óásjáleg og litil spendj'r eru þá og að koma til sögunnar.
Eftir Laramid-byltinguna kemur áberandi aukning spendýra,
og blað- og blómplöntur koma til sögunnar. Og loks eftir
Alpa-bjdtinguna og á hinum nýrri jarðöldum koma æðstu
spendýr og plöntur, og síðast mannapar og menn til sög-
unnar. Hér er því um raunverulega framþróun jarðlífsins
að ræða, þrátt fyrir allar byltingar og máske einmitt fyrir
þær; því að hugsum oss nú, hvernig færi, ef jörð vor missti
þenna litla vott geislandi efna, sem eru í bergtegundum
hennar. Þeirri spurningu svarar próf. Joly í niðurlagi rits
sins á þessa leið:
»Vér getum gert oss bezta grein fyrir, hvaða þýðingu þessi
lilta geislan hefir fyrir jarðlífið með þvi, að líta fram á við
til þeirra tíma, þegar henni loksins er lokið. Fjöllin, sem
þá úr því verða ekki endurnýjuð, jafnast smámsaman við
jörðu. Meginlöndin, sem smá-ejrðast af ágangi liafsins, úr-
komu og vindum, hljóta óafturkallanlega að hverfa í sæ.
En þá hljóta lika landdýr og landgróður að dejrja út. Því
að sjálf jörðin hefir þá hætt að anda. En hugur mannsins,
sem einn umlukti þetta allt, er þá fyrir löngu horfinn i djúp
gleymskunnara.1)
En er þá nokkur veruleg hætta á, að þetta verði?
1) The Surface-History, bls. 168.