Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 132
132
efnisins komin? Og livað verður af allri þeirri óhemju
geislaorku, sein sólirnar á hinum óumræðilega langa ævi-
ferli sinum sóa út i geiminn? Hver eru upptök og endalok
alls þessa? Eða er nokkuð að baki, er stjórnar öllu þessu?
Þess er ekki að vænta, að vísindin geti enn sem komið er
sagt nokkuð ákveðið um fyrstu upptök tilverunnar, né heldur
endalok hennar, og þó enn miklu síður um það, er kann
að leynast að baki hinum sýnilegu fyrirbrigðum. Samt mun
mönnum sjálfsagt þykja gaman að sjá, hvað helztu forkólfar
vísindanna nú á dögum hafa hugsað og sagt um þessi efni,
og því skulu nú tilfærð helztu ummæli þeirra þar að lútandi.
£S. Álit Einsteins og Jeans. þegar þess er gætt,
hvernig það smæsta ríkir í því stærsta, og öllu virðist þannig
fyrir komið eins og það lúti ákveðnum lögum, og er menn
ennfremur hyggja að því, að eilt tekur við af öðru, frá því
lægsta til þess æðsla, svo að úr öllu verður ein samfelld,
stórkostleg þróun, þá er ekki að undra, þótt þeir menn, sem
eitthvað hugsa og öðrum fremur hafa starfað að því, að
kanna Ieyndardóma tilverunnar, komist loks að þeirri niður-
stöðu, að hér liggi eilthvað vitrænt (ratioiielt) að baki, og að
það sé engu líkara en að einhver »allsherjar reiknimeistari«
hafi komið öllu þessu svo dasamlega fyrir.
Einstein hefir latið sér þau orð um munn fara, að það
sé ekkert óeðlilegt í því, þólt »oss gruni á bak við fyrir-
brigðin einhverja vitsmunaveru svo mikla og volduga, að
vér fáum ekki á neinn hátt skilið hana«. En þó er það
einkum Jeans, er í síðustu bókum sinum lætur sér tiðrætt
um þetta, einmitt í sambandi við spurninguna um upphaf
og endalok alls. Þvi skal hér í þessu sambandi greint nánar
frá hans skoðun á þessu atiiði, og það þvi beldur sem orð
hans standa i samræmi við það, sem á undan er komið, og
hann leyfir sér ekki aðrar tilgatur en þær, sem geta sam-
rýmzt staðreyndunum og brjóta ekki bág við helztu lögmál
nattúiunnar. Það er lika sá kostur við álit hans, að hann
tekur tillit til allra siðuslu rannsókna eðlisfræðinnar, sem
eru næsta merkilegar og komnar eru feti lengra en greint
hefir verið frá.
3. SUöpan efnisins. í niðurlagi rits sins, The Uni-
verse Around Us, gerir Jeans ráð fyrir þvi, að þyrilþoku-
kerfi geti enzt frá 1(J()—‘200 billiónir ára frá því, er þau fyrst
verða til, og þangað til allar sólstjörnur þess eru útbrunnar.
En eins og vér höfum séð (í III. kaflu), heldur hann því