Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 135
135
»Til þess að draga saman niðurslöðurnar úr þessum og
undanfarandi kafla, þá er það viðleitni hinnar nýrri eðlis-
fræði að leysa efnisheiminn upp í sveipa og ekkerl annað
en sveipa, Sveipar þessir eru tveggja tegunda: ljós, sem lokað
er inni í smáliylkjum, er vér nefnum efni, og frjálsar bylgjur,
er vér nefnum geislan eða ljós. Ef efni ónýtist að fullu, er
ekki um annað að ræða en að hlej'pt er út bundinni Ijós-
orku og henni leyft áð fara leiðar sinnar um geiminn. En
hugtök þessi [um hundna og frjálsa orku] gera alheiminn
að einum ljósheimi, þar sem ljósið er ýmist bundið eða
frjálst, svo að segja má alla söguna um sköpun hans ná-
kvæmlega og fullkomlega með þessum fimm orðum: »Þá
sagði Guð: Verði Ijóskt1)
Ég býst við, að niðurlagið á þessari tilvitnun komi sum-
um nokkuð á óvart og að það þyki ekki nægilega rökstutt
með þvi, sem á undan er gengið. Pví að hugsazt gæti, að
hér væri aðeins um eilífa hringrás orku og efnis að ræða.
En vel getur greiðzt úr þessu við nánari athugun, ef vér nú
fyrst virðum heimsrásina fyrir oss, og sp}frjum siðan, hvernig
efnið verði til að nýju, er það hefir eyðzt eða ónýtzt með
öllu fyrir útgeislan sólnanna.
4t. Heimsrásin. Hún er í sjálfu sér auðskildari en
bæði upphaf heimsins og endalok. Hún fer að mestu eftir
2. orkulögmálinu, sem svo er nefnt, en það segir svo, að
þótt orkan haldist við í orði kveðnu, þá hrynji orkan jafnan
frá æðra starfsmarkinu til þess lægra, hinir sterku orku-
skammtar skipti sér jafnan i aðra sinærri og veikari, þangað
til komið sé niður að lágmarki, þar sem orkan hafi dreift
sér og jafnað sig milli margra smárra og ónýtilegra orku-
skammta. Þótt orkufúlgan haldist þvi við i orði kveðnu,
verði orkan smámsaman að ónýlilegri orku fyrir það, að
hún dreifi sér og jafni sig, þangað til um engan meginmun
orkunnar sé lengur að ræða. Heiminum og heimsrásinni sé
því að líkja við uppdregna stundaklukku; meðan eitthvert
þanþol sé eftir í fjöðrinni eða meginmunur milli lóðs og
jarðar, þá gangi klukkan; en þegar lóðið sé runnið i botn,
hætti klukkan eðlilega að ganga.
Heimsrásin fer fram milli tveggja skauta, hins ægilega
geisla- og hitamagns innst inni í iðrum sólnanna og alkuls-
ins og þeirrar aldeyðu, er ríkir í sjálfum himingeimnum.
1) The Mysterious UnSverse, bls. 77—78.