Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 139
Eftirmáli.
í upphafi nýjasta rits síns, The Mysterious Universe, farast
Sir James Jean.s orð á þessa leið:
»Það er nokkuð almenn sannfæring, að hinar nýju kenn-
ingar stjörnufræðinnar og eðlisfræðinnar muni valda óhemju
breylingu á viðhorfi manna við allieiminum i heild sinni og
á skoðunum vorum á þýðingu mannlegs lífs. Sú spurning,
sem hér er um að ræða, hverlur að siðustu undir álit heim-
spekinga; en áður en heimspekingarnir hafa iétt til að taka
til mals, ælti að biðja vísindin að segja frá öllu, sem þau
geta, bæði að því er snertir fullkomnar staðrejmdir og hk-
iegar tilgátur. Þa, og þá fyrst, getur rökræðan að réttu fluzt
yfir á heimspekissviðið«.
Þetla er nú það, sem hefir verið leitazt við að gera i
undanfarandi köflum, að segja, eins og kostur hefir verið á
og efni hafa staðið til, frá »fullsönnuðum staðreyndum og
líklegustu tilgátum« hinna nýrri visinda. En þar með hefir
ekki verið nægilega vel greint frá viðhorfi þeirra við alheim-
inum i heild sinni, og þá sérstaklega ekki verið sagt frá þvi,
hvort eða að hve miklu leyti þau aðhylltust hina gömlu,
vélrænu heimsskoðun, er byrjað var á að lýsa, eða aðra
nýrri heimsskoðun, er væri ailt i senn, aflrænni, lífrænni og
vitrænni en hún.
Nú mun þessi spurning að siðustu tekin til athugunar, og
þá er óhælt að segja það þegar 1 byrjun, að höfuðforkólfar
visindanna nú á dögum, menn eins og Einslein, Planck,1)
Bohr, Eddington og Jeans hafa algerlega snúið bakinu við
hinni vélrænu efnishyggju 19. aldarinnar, en nálgast það,
sem nefna mætti stærðfræðilega afihyggju, er gefur lifi og
anda miklu meira svigrúm en hin vélræna efnishyggja. Hvergi
kemur þetta ef til vill jafn-greinilega í Ijós og í skoðun þeirra
á orsakasamhenginu. Áður fyr héldu menn, að það væri
J) Planck heldur pó enn fast við orsakarnnnðsyn nátlúrunnar, þótt
hann viöurkenni frjálsræði viljans. Sbr. Fysisk Tidskrift, Kbh. 1930, Nr. 6.