Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 141
141
kæmust ekki að, myndi sama orsnk jafnan hafa sömu eða
svipaðar afleiðingar. En þá gat þetta ekki verið duttlungum
anda eða goða að kenna, heldur hlyti það á einhvern hátt
að liggja í eðlisnauðsyn hlutanna sjálfra. En þá hlyti lika
einn hlutur eða ástand hans að vera orsök annars, og það
ástand aftur að leiða af einhverju öðru ástandi, sem á undan
væri farið, og svo koll af kolli endalaust, svo að öll
rás viðburðanna væri ákveðin af því ástandi, er hlutirnir
fyrst hefðu verið í. Hefði þvi guð skapað náttúruna i fyrstu,
þá helði hann og með sköpun þessari ákveðið alla heims-
rásina (forlagatrú). En hefði náttúran á einhvern hótt orðið
til af sjallsdaðum, hlyti þetta að liggja í eðlisnauðsyn hlut-
anna sjálfra (nauðungarkenning visindanna).
Lengi eimdi þó eftir af þeirri trú hjá manninum, og eimir
raunar enn, sem betur fer, að hann með vilja sínum geti
sjálfur haft áhrif á rás viðburðanna og sínar eigin gerðir, en
að öðru leyti hugði hann nú, að orsakanauðsynin rikti jafnt
i öllu, smáu sem stóru, að honum einum, amtmanninum,
undanteknum.
Þessari trú á orsakanauðsynina var slegið fastri með sigur-
vinningum vísindanna á 17. öld, öld þeirra Galilei’s og New-
tons. Takn og stórmerki á sólu, tungli og stjörnum var þá
farið að skýra með öðrum hætti en áður, með lögmálum og
úlreikningum Ijósfræðinnar; en halastjörnur og vigahnettir,
sem áður voru taldir óbrigðulir fyrirboðar um sóttir og
hallæri og allskonar óáran, urðu nú að semja sig að þyngdar-
lögmáli Newtons. f*ví sagði Jíka Newton, að hann »vildi að
skýra mætti önnur fyrirbrigði nattúrunnar á svipaðan hátt
með vélrænum orsökum«.
En af þessu leiddi, að farið var að lita á hinn efniskennda
heim eins og vél, og þeirri stefnu óx fylgi si og æ, þangað
til hún náði hámarki sínu á siðari hluta 19. aldar. Pa var
það einmitt, að Helmhollz lýsti yfir þvi, að hið endanlega
markmið allra náttúruvisinda væri að breyla sér i vélræna
aflfræði; og þá var það, að Lord Kelvin lýsti yfir því, að
hann gæti ekki skilið neitt, sem hann gæti ekki búið til vél-
rænt sýnishorn af. Eins og svo margir af forkólfum visind-
anna á 19. öld, stóð hann á hátindi verkfræðilegrar mennt-
unar. t*etta var lika sannkölluð verkfræðingaöld og hugsjón
þeirra var að geta búið til vélrænt sýnishorn af gjörvalh'i
náltúrunni. Waterston, Maxwell og aðrir höfðu þá með á-
gælum árangri skýrt höfuðeigindir allra lolttegunda á vél-