Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 143

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 143
143 voru farnir að sjá, að ómögulegt var að skýra sum fyrir- brigði hinnar ólífrænu náttúru, eins og t. d. geislan, en þó einkum aðdrátlaraflið á vélrænan hátt. Þótt menn jafnvel hugsuðu um það að búa til rökfræðilegar vélar, er gætu leyst úr flóknustu viðfangsefnum, reiknivélar o. fl., þá gátu jafnvel meðalvisindamenn séð, að engin vél gæli likt eftir falli eplisins til jarðar eða lifandi keitaljósi, hvað þá heldur flóknum lífsstörfum eins og endurnæringu, vexti og æxlun, svo að eitthvað var þegar í lok aldarinnar farið að dofna yfir trúnni á vélgengið. En svo var það síðustu mánuði ald- arinnar, að alveg kastaði tólfunum. Þá var það einmitt, að próf. Max Planck i Berlín kom fram með nýja skýringu á vissum geislunar-fyriibrigðum (sjá II, 16), sem hingað til böfðu ekki orðið skýrð. í eðli sínu var nú skýring þessi alls ekki vélræn; og það sem meira var, hún braut bág við helztu kenningar hinnar eldri »sígi!du« eðlisfræði, sem svo var nefnd, og þvi var auðvitað á hana ráðizt og hún gagnrýnd sem frekast mátti verða, og dregið jafnvel dár að sjálfum höfundinum fyrir hana. En einhvern veginn fór það nú samt svo, að hún þótti hera af öllum öðrum skýringum; og nú er hún orðin heimskunn undir nafninu »kvantakenning« og ein af höfuðkenningum hinnar nýrri eðlisfræði, en Planck sjálfur dáður sem braut- ryðjandi alveg nýrrar heimsskoðunar. Hin upprunalega kenning Plancks gaf ekki annað í skyn en að rás viðburðanna i náttúrunni færi fram i smástökkum og rykkjum líkt og vísarnir færðust á klukkunni. En þó að klukk- an haldi ekki áfram í samfellu, er hún þó engu að siðnr vélræns eðlis og lýtur orsakalögmálinu algerlega. En svo sýndi Einstein fram á það 1917, að þessi kenning Plancks virtist, að minnsta kosti að fyrsta áliti, hafa i för með sér afleið- ingar, sem voru mjög miklu afdrifarikari en þetta ósamfelldi fyrir alla heimsskoðun vora. Hin eldri vísindi hölðu í full- komnu öryggi Iýst yfir þvi, að náttúran fylgdi aðeins einni leið, þeirri leið, sem ákveðin hafði verið í upphafi vega og yrði að lialda áfram til enda fyrir þessa samfelldu hlekkja- festi orsaka og verkana; ástandið A hlyti óhjákvæmilega að hafa ástandið B í för með sér. En hin nýrri visindi, sagði Einstein, eru að svo komnu aðeins fær um að segja, að á- standið A geti haft ástandið B, C eða D eða ótölulegan grúa annara ástanda í för með sér. Að visu geta þau sagt, að B sé líklegra en C, og C líklegra en D og meira að segja til-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.