Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 143
143
voru farnir að sjá, að ómögulegt var að skýra sum fyrir-
brigði hinnar ólífrænu náttúru, eins og t. d. geislan, en þó
einkum aðdrátlaraflið á vélrænan hátt. Þótt menn jafnvel
hugsuðu um það að búa til rökfræðilegar vélar, er gætu
leyst úr flóknustu viðfangsefnum, reiknivélar o. fl., þá gátu
jafnvel meðalvisindamenn séð, að engin vél gæli likt eftir
falli eplisins til jarðar eða lifandi keitaljósi, hvað þá heldur
flóknum lífsstörfum eins og endurnæringu, vexti og æxlun,
svo að eitthvað var þegar í lok aldarinnar farið að dofna
yfir trúnni á vélgengið. En svo var það síðustu mánuði ald-
arinnar, að alveg kastaði tólfunum.
Þá var það einmitt, að próf. Max Planck i Berlín kom
fram með nýja skýringu á vissum geislunar-fyriibrigðum
(sjá II, 16), sem hingað til böfðu ekki orðið skýrð. í eðli
sínu var nú skýring þessi alls ekki vélræn; og það sem
meira var, hún braut bág við helztu kenningar hinnar eldri
»sígi!du« eðlisfræði, sem svo var nefnd, og þvi var auðvitað
á hana ráðizt og hún gagnrýnd sem frekast mátti verða, og
dregið jafnvel dár að sjálfum höfundinum fyrir hana. En
einhvern veginn fór það nú samt svo, að hún þótti hera af
öllum öðrum skýringum; og nú er hún orðin heimskunn
undir nafninu »kvantakenning« og ein af höfuðkenningum
hinnar nýrri eðlisfræði, en Planck sjálfur dáður sem braut-
ryðjandi alveg nýrrar heimsskoðunar.
Hin upprunalega kenning Plancks gaf ekki annað í skyn
en að rás viðburðanna i náttúrunni færi fram i smástökkum og
rykkjum líkt og vísarnir færðust á klukkunni. En þó að klukk-
an haldi ekki áfram í samfellu, er hún þó engu að siðnr
vélræns eðlis og lýtur orsakalögmálinu algerlega. En svo sýndi
Einstein fram á það 1917, að þessi kenning Plancks virtist,
að minnsta kosti að fyrsta áliti, hafa i för með sér afleið-
ingar, sem voru mjög miklu afdrifarikari en þetta ósamfelldi
fyrir alla heimsskoðun vora. Hin eldri vísindi hölðu í full-
komnu öryggi Iýst yfir þvi, að náttúran fylgdi aðeins einni
leið, þeirri leið, sem ákveðin hafði verið í upphafi vega og
yrði að lialda áfram til enda fyrir þessa samfelldu hlekkja-
festi orsaka og verkana; ástandið A hlyti óhjákvæmilega að
hafa ástandið B í för með sér. En hin nýrri visindi, sagði
Einstein, eru að svo komnu aðeins fær um að segja, að á-
standið A geti haft ástandið B, C eða D eða ótölulegan grúa
annara ástanda í för með sér. Að visu geta þau sagt, að B
sé líklegra en C, og C líklegra en D og meira að segja til-