Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 146
146
i’alli. En það er fleira en þetta, sem fær eðlisfræðingum nú-
tímans mikillar áhvggju af því, að það verður ekki fyllilega
skýrt á hina gömlu, vélrænu vísu.
Tökum einfalt glóljós, sem hver maður, er notar rafmagn,
kannast nú við úr sinni eigin stofu. Aðalatriðin í starfsemi
rafmagnsperunnar eru þau, að upphitaður þráður tekur við
raforku frá rafal og breytir henni í geislan. Inni i þræðinum
eru rafeindir í milliónum af efniseindum að hringsnúast í
brautum sínum, en stökkva alltaf við og við, snögglega og
að því er virðist alveg samhengislaust, úr einni braut i aðra,
og gera þá 5Tmist sjúga i sig eða senda frá sér geislan.
Árið 1917 rannsakaði Einstein það? sem nefna mætti heildar-
yfirlitið yfir þessi stökk. Sum þeirra orsakast auðvitað af
sjálfri geislaninni og hitanum í þræðinum. En þetta tvennt
er þó ekki nægilegt til þess að skýra alla þá geislan, sem
þráðurinn sendir frá sér. Einstein fann, að þar hlytu lika
önnur stökk að eiga sér stað, og að þau hlytu að koma fyrir
af sjálfsdáðum, líkt og upplausnin i radíums-eindinni. I stuttu
máli, það er eins og hendingin sé einnig hér að verki. Ef
nú eitthvert ytra afl ætti að koma í stað hendingarinnar í
þessu falli, þá ætti styrkleiki þess að hafa áhrif á styrkleika
útgeislunarinnar frá þræðinum. En, að því er vér frekast
vitum, hvílir styrkleiki hennar á þekktum náttúruöflum,
sem eru þau sömu hér og á hinum fjarlægustu stjörnum.
Hér virðist því ekkert svigrúm vera fyrir aðkomu nýrra
utan að komandi afla.
»Vér getum«, segir Jeans, »búið oss til nokkurs konar
mynd af þessari sjálfkrafa upplausn eða stökkum í efnis-
eindinni með því að líkja henni við fjóra spilamenn, sem
sitja að spilum og koma sér saman um að standa upp,
undir eins og gjöfin verður þannig, að hver þeirra fær rak-
inn lit á höndina. Herbergi, þar sem sætu milliónir slikra
spilafélaga, mætti líkja við mola af einhverju geislaefni. Þá
mætti sýna frarn á, að tala spilafélaganna minnkaði nákvæm-
lega eftir lögmálinu um upplausn geislandi efna, svo framar-
lega sem eins skilyrðis væri gætt — að stokka spilin vendi-
lega á undan liverri gjöf. Séu spilin nógu vel stokkuð, gætir
tímans, og þess sem á undan er farið, að engu fyrir spil-
endurna, því að afstaðan verður jafnan ný með hverri
stokkun. Því verður dánartalan af þúsundi sú sama fyrir
spilamennina og fyrir efniseindirnar. En séu spilin aðeins
tekin saman eftir hvert spil, án þess að þau séu stokkuð,