Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 147
147
þá leiðir liverja gjöf ólijákvæmilega af því, sem á undan er
farið, og þá líkist þelta meir hinu gamla orsakarlögmáli. Og
hér myndi spilendunum fækka eftir allt öðrum mælikvarða
en upplausn geislaefnanna sýnir. Honum getum vér aðeins
líkt eftir með þvi að gera ráð fyrir, að spilin séu sístokkuð,
en stokkarinn er venjulegast sá, sem gefur spilin.
Þó að vér því eigum langt í land með að öðlast nokkra
ákveðna þekkingu á þessu, þá virðist mögulegt, að til sé
einhver aðili, sem vér að svo komnu höfum ekki fundið
neitt betra nafn fyrir en að nefna hann »gjafara«, en hann
hefir það verk með höndum i náttúrunni að vega upp á
móti hinum óhjákvæmilegu járnviðjum hins gamla orsakar-
lögmáls. Getur verið, að framtiðin sé ekki jafn-óhjákvæmi-
lega ákveðin af forfiðinni, eins og vér höfum verið vanir að
ætla; hún getur að minnsta kosti að einhverju leyti verið á
valdi einhverra goðmagna, hver sem þau nú annars eru«.‘)
Margar aðrar athuganir benda í þessa sömu átt. Þannig
hefir t. d. Heisenberg (sjá II, 20) orðað það, sem hann
nefnir »skeikulleika-lögmálið« í tilefni af því, að ómögulegt
er, nema stórum skeiki á öðru hvoru, að ákveða samtímis
bæði stöðu og hraða rafeindar. Ef staðan er ákveðin ná-
kvæmlega, skeikar svo og svo miklu um hraðann; sé hrað-
inn ákveðinn nákvæmlega, er eins og staða rafeindarinnar
máist út. Það er eins og náttúran sjálf vilji ekki vila af
neinni nákvæmni í þessu falli; og þó hélt hin eldri eðlis-
fræði því fram, að náttúran léti hvergi að sér hæða með
nákvæmnina, og að þegar eðlisfræðingurinn hefði einu sinni
ákveðið stöðu og hraða einnar rafeindar, þá gæti hann sagt
fyrir um alla framtíð hennar. Pað er eitthvað annað hljóð
í strokknum nú, eftir að það er komið á daginn, að ómögu-
legt er að kveða nákvæmlega á um annað hvort þetta, án
þess að skeiki stórum um hitt, og eftir að eðlisfræðingarnir
hafa orðið að bæta + tölu við hverja athugun sína, til þess
að gera ráð fyrir »sennilegri skekkju«, sennilegu frábrigði
frá þvi eðlilega á annan hvorn bóginn, of eða van (sjá efst
á bls. 31).
Þar sem hin eldri vísindi héldu því fram, að allt væri
hnitmiðað og ákveðið niður til neðstu grunna í náttúrunni,
hafa hin nýrri vísindi leitt í ljós, að ýmislegt og einkum hið
smæsta muni vera þar á hvörfum og alls ekki eins rigbundið
1) The Mysterious Universe, bls. 24—25.