Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 27
Tafla 3 - Úthlutun úr Tækjakaupasjóði 1996 til 2000 (m.kr. á verðlagi
hvers árs).
Sérhæft Almennt Verkefnabundið Alls
tækjakaupafé tækjakaupafé tækjakaupafé
m.kr. m.kr. m.kr. m.kr.
1996 19 13 5 37
1997 20 13 5 38
1998 6,5 6 5 17.6
1999 12.5 3.6 2.7 18.8
2000 12.4 3.6 2.7 18.7
Sjá upplýsingar um úthlutanir úr Tækjakaupasjóði á:
www.hi.is/stjorn/rann/taekjakaupasjodur/tks_yfirlit
Aðstoðarmannasjóður
Aðstoðarmannasjóður varstofnaðursumarið 1996 og hefur hann til umráða 13
m.kr. fyrir árið 2001. Markmið sjóðsins er að gera kennurum kleift að ráða sér
stúdent eða nýbrautskráðan aðstoðarmann við rannsóknir og/eða kennslu og að
aðstoðarmaðurinn öðlist jafnframt þjálfun og færni í faglegum vinnubrögðum.
Sjóðurinn veitir mjög hóflega styrki (80 þ.kr.) fyrir eitt misseri. Sjá nánar:
www.hi.is/stjorn/rann/adstodarmannasjodur/ads_yfirlit.html
Tafla 4- Úthlutun úr Aðstoðarmannasjóði 1998-2000.
Umsóknir m.kr. Fjöldi umsókna Fjöldi styrkja Úthlutun m.kr.
1998, vormisseri 6.8 62 47 3.3
1998, haustmisseri 8.3 71 67 5.3
1999. vormisseri 13.0 85 82 6.5
1999, haustmisseri 9.4 83 73 5.8
2000. vormisseri 10,6 83 72 5.7
2000, haustmisseri 9.4 85 53 4.2
2001, vormisseri 8.0 76 73 5.8
Rannsóknatengt framhaldsnám
Mikilvægasta stefnumál Háskóla íslands og helsti vaxtarbroddurinn í starfi hans
er rannsóknatengt framhaldsnám, meistara- og doktorsnám. Þótt allt háskóla-
nám hvíli að nokkru leyti á rannsóknavinnu nemenda. þá greinir framhaldsnámið
sig frá grunnáminu þar sem að í því er lögð höfuðáhersla á sjálfstæðar rann-
sóknir sem nemendur vinna undir handleiðslu leiðbeinenda. Framhaldsnámið er
því einnig nefnt rannsóknanám.
I flestum deildum Háskólans er nú í boði framhaldsnám eða rannsóknanám eftir
fyrsta háskólapróf. Hvatt er til þess að hluti námsins fari fram við erlenda há-
skóla. Þangað eru einkum sótt sérhæfð námskeið sem Háskólinn getur ekki boð-
ið en rannsóknarverkefni eru yfirleitt unnin hérá landi. stundum í samvinnu við
erlenda aðila.
Á síðasta háskólaári (1999-2000) stunduðu tæplega 500 manns framhaldsnám við
Háskólann eða um 77. nemenda. Það er eindreginn ásetningur Háskólans að gera
verulegt átak tit að efla meistara- og doktorsnámið og fjölga nemendum í því.
A vegum Rannsóknarráðs ístands er rekinn Rannsóknanámssjóður sem veitir
styrki til framfærslu nemenda meðan á rannsóknarverkefni stendur. Styrkir eru
veittir samkvæmt sameiginlegri umsókn leiðbeinanda og nemanda. Við val á
styrkþegum er horft til árangurs þeirra í námi en ekki síður til rannsóknaferits
leiðbeinandans. sem ber fræðilega ábyrgð á verkefninu. Frá stofnun sjóðsins árið
1993 hefursjö sinnum verið úthlutað almennum styrkjum úrsjóðnum. alls 165,4
m.kr. Sjá nánar www.rannis.is/Rannsoknanamssjodur/Almennir_styrkir.htm