Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 31
Fulltrúar frá stofnunum og skrifstofum. sem þjóna stúdentum. kynna starfsemi
sinna stofnana. Kynningardagskrá um ísland og íslensk málefni er fastur liður í
móttöku erlendra stúdenta. Um þrírtil fjórir viðburðir eru skipulagðirá misseri
og eru það m.a. skoðunarferðir. fyrirlestrar um íslensk málefni, sýningar o. fl.
Heimsóknir frá erlendum aðilum
Erlendir gestir frá 20 stofnunum í fjórum þjóðlöndum sóttu Alþjóðaskrifstofuna
heim í þeim titgangi að fræðast um starfsemi Háskóta íslands. um
háskótamenntun á ístandi almennt og til að kynna þá háskóla sem þeir starfa við.
Oft eru þessar heimsóknir upphafið að tvíhliða samstarfi Háskóta ístands. sem og
annarra háskóla í landinu, við viðkomandi aðita.
Kynningarstarf
Atþjóðaskrifstofan fær styrk frá Evrópusambandinu til að standa straum af kostn-
aði við kynningu á Sókratesáætluninni hér á tandi. Á árinu 2000 voru gefin út þrjú
fréttabréf. tvö til dreifingar innantands og eitt útgefið á ensku tit dreifingar til
samstarfsaðila ertendis.
Atþjóðaskrifstofan tók þátt í sameiginlegri kynningu Norðurlandanna á háskóla-
námi á Norðurlöndum á ráðstefnu NAFSA samtakanna í San Diego í Bandaríkj-
unum.
Auk hins venjubundna ártega kynningarstarfs var mikið kynningarstarf innt af
hendi vegna gildistöku annars áfanga Sókratesáætlunarinnar 1. janúar 2000.
Upplýsingastofa um nám erlendis
Innan Alþjóðaskrifstofunnar er starfrækt Upplýsingastofa um nám erlendis, sem
er opin öltum almenningi. Markmið hennar er að safna, skiputeggja og miðla
upptýsingum um nám erlendis. Vaxandi þáttur í starfseminni erað fylgjast með
nýjungum og breytingum á netinu og tengja gagnlegar stóðir við heimasíðu Al-
þjóðaskrifstofu. Notendur þjónustu Upplýsingastofunnar voru um 6000 árið 2000.
Stærsti notendahópurinn er háskólastúdentar og þeirsem hafa áhuga á þátttöku í
stúdentaskiptaáætlunum.
Samskipta- og
þróunarmál
Helstu verkefni samskipta- og þróunarsviðs eru:
• Umsjón með útgáfu á kynningaritum Háskóla ístands. Má þar nefna útgáfu
Fréttabréfs Háskóla íslands og almenns kynningarefnis um Háskólann. aðstoð
við útgáfu kynningarrita deilda og stofnana. umsjón með vikulegri Dagbók Há-
skóla íslands. ritstjórn heimasíðu Háskólans og fræðstu fyrir starfsfólk þar að
tútandi:
• umsjón með símaþjónustu skiptiborðs og atmennri upplýsingagjöf á
upplýsingaskrifstofu í Aðalbyggingu:
• umsjón með undirbúningi og framkvæmdastjóm dagskrár Háskóla íslands á
menningarborgarárinu 2000:
• ýmis kynningarmál. s.s. árleg námskynning skóla á háskólastigi og kynning
einstakra atburða á vegum skólans. samskipti við fjölmiðta,-
• í samráði við rektor. tengsl við stjórnvöld. samtök í atvinnulífi og fyrirtæki,
stjórnendur framhaldsskóla eftir því sem tilefni gefast;
• í samráði við rektor. tengsl við rannsókna- og fræðasetur Háskólans á lands-
byggðinni og aðstoð við uppbyggingu nýrra setra:
• í samráði við rektor. styrking tengsla stjórnsýslu Háskóla íslands við Stúdenta-
ráð. Stúdentabtaðið. deildir, stofnanir og fyrirtæki Háskólans:
• fjáröftun fyrir rektor og deildir eftir því sem tilefni gefast til;
• ýmis smærri og stærri þróunarverkefni fyrir rektor og háskólaráð.
Stjóm og starfslið
Margrét S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri. kynningafulltrúi Valdís Gunnarsdóttir
til 1. ágúst árið 2000 og frá 1. september Haltdóra Tómasdóttir. sem er umsjónar-
maður útgáfu sviðsins. atmennra kynningarmála og námskynningar. Enn fremur
starfsmenn upplýsingaskrifstofu og skiptiborðs. Elísabet K. Ólafsdóttir, Hanna Z.
Sveinsdóttir og Stefanía Pétursdóttir.