Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 40
gerður nær fokheldur. skipt var um altar raflagnir og settar nýjar lagnaleiðir fyrir
vegglampa, rafmagns- og tölvulagnir í sviðsgólf. lagnir fyrir nýja loftkappalýsingu,
tölvulagnir og lagnir fyrir fjarfundarbúnað. Smíðaðir voru nýir vegglampar og
settir nýir dimmanlegir tampar í tjósakappa í lofti. Svötum var breytt og timbur-
verk endursmíðað. Þar er nú komin aðstaða fyrir þrjátíu manns í sæti. Sviði var
breytt og það sett í upprunalega mynd. Komið var fyrir stóru rafdrifnu sýningar-
tjatdi innfelldu í loftaklæðningu yfir sviði. Settar voru upp nýjar fjarstýrðar raf-
magnsgardínubrautir. Atlt einfalt gler var tekið úr gluggum og sett tvöfatt gler
með sólarvörn í staðinn. Opnanteg fög voru tekin úr. sandblásin, heitgalvanhúðuð
og síðan sett í þau tvöfatt gter. Keyptar voru nýjar gardínur. Fengnir voru nokkrir
húsgagnahönnuðir til að hanna nýja. staflanlega stóla í salinn og var við það mið-
að að þeir myndu höfða til upprunategu stólanna sem Guðjón Samúelsson. höf-
undur hússins. teiknaði. Fyrir valinu varð tiltaga frá teiknistofunni G.O. form. í
kjölfarið var leitað til nokkurra húsgagnaframleiðenda um smíði á stólunum og
var samið við tægstbjóðanda, fyrirtækið Á. Guðmundsson e.h.f.. sem því miður
sóttist verkið seint. Sett var upp nýtt og fullkomið hljóðkerfi ásamt tögnum fyrir
útsendibúnað fyrir heyrnarskerta. Bakherbergi á sviði voru einnig gerð upp svo
og turnherbergin tvö. Smíðuð voru ný fundarborð á sviðið og síðan var allt mátað í
hólf og gótf. Þá voru þrjár kennslustofur í Aðalbyggingu teknar í gegn. mátaðar og
gólf slípuð og lökkuð. Sett var upp ný loftræstisamstæða fyrir forsat.
Læknagarður
Vegna fyrirhugaðra innréttingaframkvæmda á fyrstu hæð Læknagarðs tók langan
tíma að samræma nýjustu þarfagreiningu húsnæðis og jafnframt að hreinsa í
burtu ýmislegt dót sem safnast hafði á þessa hæð. En unnið hefur verið nær
samfellt seinni hluta þessa árs í ýmsum verkþáttum innréttingarinnar. Nær allir
miltiveggir eru komnir upp ásamt lögnum í þá. Sett var upp ný loftræsting fyrir
þessa hæð ásamt öllum tögnum. Samið varvið lægstbjóðanda um innréttingar-
smíði fyrir kaffistofu, fundarherbergi. etdhús og salerniskjarna. Því miður hefur
verktakanum gengið ilta að teysa þetta verk af hendi. Á þaki var undirbúin ktæðn-
ing allra þakkanta hússins þarsem þeir liggja undir skemmdum. Búið erað setja
gagnvarða timburleiðara á alla kanta. þannig að hægt sé að hefja smíði á blikk-
köntum. Lokið er umfangsmikiili brunahönnun byggingarinnar að kröfu bruna-
málayfirvalda. Settur var rafmagnsopnunarbúnaður á útihurð.
Eirberg
Boðin var út endurnýjun á þaki Eirbergs en tilboðin reyndust svo langt yfir kostn-
aðaráætlun að ekki þótti verjandi að taka neinu þeirra. Þá var ákveðið að taka fyr-
ir þann hluta þaksins sem verst var farinn og leita eftir einingarverðum án útboðs
og fengust þá viðunandi verð í verkið. ÆtlUnin er að klára þá þakhluta sem eftir
eru eftir lok kennslu vorið 2001. Skrifstofugangur á efstu hæð var tekinn í gegn og
einnig útbúin iokun fyrir fundarherbergi. Búið er að panta þrjátíu og sex eldvarn-
arhurðir í húsið og eru þær væntanlegar í mars 2001. Allar útihurðir í húsinu voru
teknar úr og slípaðar og skipt um allt gler í kringum þær. Lokið er hönnun á eld-
varnarkerfi í attt húsið.
Lögberg
Atlir stigagangar og gangar á öltum hæðum voru teknir í gegn og málaðir. Einnig
voru stofur 102 og 103 gerðar upp. þ.e. settur dúkur á gólfin. allt málað, skipt út
töflum. smíðaðir töftuskápar, ræðupúlt endursmíðuð og altir tampar og stólar lag-
færðir. Endurnýjuð voru gólfefni hjá bókaverði. Einnig voru flestir lampar á göng-
um endurnýjaðir. Skipt var um margar rúður í húsinu. Einnig voru sett upp 6 loft-
ræstikerfi af sömu gerð og sett voru upp á síðasta ári. Kennslustofu á þriðju hæð
var skipt í tvær skrifstofur og settur dúkur á gólfin og ailt málað. Haldið var áfram
með netlagnir og eru komnar lagnir í stærsta htuta hússins. Undirbúningsvinna
er í futlum gangi fyrir endurnýjun stofu 101 og verður væntanlega ráðist í það
verk í lok kennslu vorið 2001. Ætlunin er að setja rafmagnsopnunarbúnað á úti-
hurðir á þessu ári.
Oddi
Innri útihurðir norðan megin voru teknar rækilega í gegn. skipt um lamabúnað og
hurðirnar slípaðar upp. Gluggar á þaki voru lagfærðir vegna fúa og leka. Verið er
að vinna við endurvinnslu á viðarhandriðum á milli hæða. Útbúnirvoru aukalegir
loftræstistokkar fyrir kaffistofu stútenta á annarri hæð. Fyrirhugað er að setja raf-
magnsopnunarbúnað á útihurðir.
Skólabær
[ skólabæ voru gólf á fyrstu hæð slípuð og lökkuð.
36