Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 44
skóla íslands með 62.4 m.kr. framlagi sem var helmingur gatnagerðargjalds
vegna byggingar íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Rekstrarútgjöld
hækkuðu um 383.1 m.kr. eða 10,3% milli ára en framkvæmdatiðir lækkuðu um
32.1 m.kr. Heildarútgjöld jukust því um 351.0 m.kr. eða 8,4%.
Kennsla
Rekstur Háskóla íslands á undanförnum árum hefur verið erfiður vegna þeirrar
þenslu sem er í efnahagslífi landsins. Háskólinn hefur átt erfitt með að greiða
laun sem eru sambærileg við það sem aðrar stofnanir í ríkiskerfinu og hinn
frjálsi vinnumarkaður greiða fyrir vel menntað starfsfólk. Með úrskurði kjara-
nefndar, sem fram kom í júní 1998. bötnuðu kjör prófessora verulega. Með sam-
þykkt háskólaráðs 21. október 1999 er samfara nýjum aðferðum við áætlanagerð
lögð áhersla á að bæta grunnlaun lektora og dósenta þannig að skólinn verði bet-
ur samkeppnisfær um vel menntaða háskólakennara. Vegna þess hækkuðu
grunnlaun lektora og dósenta nokkuð á árinu 2000.
Bókfærð gjöld umfram sértekjur á kennsludeildir námu 1.933,5 m.kr. og fjárveit-
ing 1.916.0 m.kr. Rekstur kennsludeilda var því í jafnvægi á árinu. Endurmenntun-
arstofnun Háskólans eftdist enn á árinu og námu tekjur af endurmenntun og sí-
menntun 188.6 m.kr. samanborið við 158.6 m.kr. árið áður.
Rannsóknir
Jákvæð þróun varð í fjármögnun rannsókna á árinu 2000 eftir nokkurn samdrátt
1999. Innlendir styrkir jukust verulega og námu 285.6 m.kr. samanborið við 246.8
m.kr. árið áður. Erlendir styrkir jukust einnig verulega og námu 226.7 m.kr. sam-
anborið við 174.1 m.kr. árið áður. Styrkirnir eru að mestu til rannsókna en þó er
hluti erlendu styrkjanna sérstaklega ætlaður til aukinna ertendra samskipta
nemenda og kennara. Aðrar sértekjur af þjónustu og rannsóknum námu 340,1
m.kr. samanborið við 325.7 m.kr. árið áður.
Ertendu styrkirnir. 226,7 m.kr., voru til rannsókna og til þess að efta erlend sam-
skipti. Meðat verkefna. sem hlutu erlenda styrki yfir 2 m.kr.. voru: Rannsókna-
þjónusta Háskótans og Sammennt vegna KER, kortlagningar starfa. Leónardó
o.fl.: Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins vegna Erasmus-. Comerniusar-. Sókrates-.
og Nordplus-stúdentaskipta: læknadeitd vegna rannsókna á síþreytu. hagfræði-
skor vegna kennslu króatískra hagfræðinema og hagfræðistofnun vegna rann-
sókna á Norræna lífeyrissjóðakerfinu og orkumátum: verkfræðideild vegna hita-
veiturannsókna: raunvísindadeild vegna bleikjueldis-rannsókna og Tjörnesrann-
sókna: félagsvísindadeild vegna NICE-Sminars og rannsóknarinnar Nordic Body:
Endurmenntunarstofnun vegna sumarskóla og Sjávarútvegsstofnun vegna fisk-
veiðilíkans.
Sameiginleg útgjötd (rannsóknarstarfsemi) voru innan fjárveitinga.
Sameiginleg stjórnsýsla og rekstur fasteigna
Rekstur sameiginlegrar stjórnsýslu var innan fjárveitinga á árinu 2000 en hatli
varð á rekstri sameigintegra útgjalda, einkum vegna aukins kostnaðar við rann-
sóknarmisseri kennara. Afgangur varð á rekstri fasteigna. m.a. í kjölfar hagræð-
ingarátaks í ræstingum.
Framkvæmdafé
Framlög frá Happdrætti Háskóla íslands til viðhalds bygginga. framkvæmda og
tækjakaupa námu 325,0 m.kr. samanborið við 444.1 m.kr. árið 1999. Þessi sam-
dráttur stafar af því að á árinu 1999 tók happdrættið að táni 70 m.kr. en ekkert á
árinu 2000. Stærsta einstaka nýbyggingarverkefnið var bygging Náttúrufræða-
húss. 183 m.kr.. en þar af greiddi ríkissjóður 43 m.kr. vegna Norrænu etdfjatla-
stöðvarinnar. Stærstu viðhaldsverkefnin voru endurnýjun á hátíðasal. endurnýjun
á htuta þaksins á Eirbergi og endurnýjun á loftræstikerfum í Læknagarði. Lög-
bergi og VRII.
40