Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Síða 106
mikil rannsóknarstarfsemi á sviði jarðskjálftaverkfræði á síðastliðnum 20 árum.
Þungamiðja þessara rannsókna hefur verið á Suðurlandi, þ.e. á svæði sem er
mjög heppilegt til rannsókna og tilrauna á sviði jarðskjálftaverkfræði að mati er-
lendra sérfræðinga. Svæðið er virkt jarðskjálftasvæði af viðráðanlegri stærð. þar
sem er að finna öll helstu mannvirki og tæknikerfi sem einkenna nútímaþjóðfé-
lag. Hinn 27. nóvember 1997 rituðu forsvarsmenn Háskóla fslands, Selfossbæjar
(Sveitarfélagsins Árborgar) og Almannavarnanefndar Selfoss og nágrennis undir
samstarfssamning um eflingu rannsókna á sviði jarðskjálftaverkfræði og tengdra
greina. f samningnum var kveðið á um að stefnt skyldi að því að komið yrði á fót
miðstöð á Selfossi þar sem stundaðar yrðu rannsóknir á áhrifum og eðli jarð-
skjálfta. Jafnframt skyldi þungamiðja jarðskjálftaverkfræðirannsókna Verkfræði-
stofnunar Háskóla (slands færðar á Setfoss. í miðstöðinni skyldi komið upp rann-
sóknarstofu fyrir mælingar á áhrifum jarðskjátfta á mannvirki þar sem mæli-
gögnum er safnað saman og unnið er úr þeim.
Á næstu árum var unnið markvisst í samræmi við þennan samning. Stofnað var
fyrirtæki sem hafði það meginmarkmið að kaupa og innrétta húsnæði fyrir fyrir-
hugaða rannsóknarmiðstöð. Þessu starfi var lokið í ársbyrjun 2000 og var Rann-
sóknarmiðstöð Háskóta (slands í jarðskjálftaverkfræði opnuð með formlegum
hætti 2. maí með undirritun samnings um starfsemina milli Háskóla ístands.
Sveitarfétagsins Árborgar. menntamálaráðuneytisins, dómsmátaráðuneytisins og
Atmannavarna ríkisins. Þessir aðitar mynda ráð og er htutverk þess að efla starf-
semi Miðstöðvarinnar og afla fjármagns til starfseminnar. Starfsemi Miðstöðvar-
innar heyrir að öðru teyti undir Verkfræðistofnun Háskóta íslands og hlítir þeim
regtum sem um hana gilda.
Staðsetning og aðstaða
Miðstöðin er til húsa að Austurvegi 2a í nýstandsettri byggingu sem hefur verið
innréttuð sérstaktega með þarfir miðstöðvarinnar í huga. Til ráðstöfunar fyrir
miðstöðina eru um 600 fm. húsnæði og eru þar af um 150 fm. í kjallara. Þar er
góð fundaraðstaða, níu skrifstofur auk rýmis fyrir nemendur og tausráðna starfs-
menn, ásamt rannsóknarstofum. í kjaltara eru geymslur, bílskúr auk aðstöðu fyr-
ir grófari vinnu sem tengist mælingum. Húsnæðið, sem myndar glæsilegan ytri
ramma um rannsóknarstarfsemina. er í eigu Borgarþróunar og greiðir Rann-
sóknarmiðstöðin mánaðartega húsaleigu samkvæmt samningi. Borgarþróun er í
eigu Sveitarfétagsins Árborgar og Atvinnuþróunar Suðurlands.
Starfslið
Hjá Miðstöðinni eru nú sex manns í fullu starfi við rannsóknir og einn futltrúi á
skrifstofu. Auk þeirra veitir miðstöðin tveimur prófessorum starfsaðstöðu til
rannsókna. Til viðbótar er breytilegur fjöldi nemenda og lausráðinna starfsmanna
tengdur miðstöðinni. Kjarni starfstiðs Miðstöðvarinnar kemur frá Verkfræðistofn-
un Háskóla ístands. Aftfræðistofu, en forsenda stofnunar hennarvarað rann-
sóknarstarfsemi Verkfræðistofnunar á sviði jarðskjálftaverkfræði færðist í Mið-
stöðina. Ragnar Sigbjörnsson prófessor er forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðv-
arinnar og er hann með skrifstofuaðstöðu á Selfossi.
Rannsóknir
Markmið miðstöðvarinnar er að stunda atþjóðlegar rannsóknir í jarðskjálftaverk-
fræði á háskólastigi, vinna að þróun og ráðgjöf sem tekur mið af staðbundnum
þörfum. efta miðlun upplýsinga um áhrif jarðskjálfta og veita nemendum og verk-
fræðingum þjálfun við rannsóknarstörf. Miðað er við að meginviðfangsefni mið-
stöðvarinnar verði eftirtalin:
• Þróun og rekstur tilraunasvæðis á Suðurlandi.
• Öftun gagna um áhrif jarðskjálfta á mannvirki og samfétag.
• Líkanagerð og óvissugreining.
• Áhættumat og áhættustjórnun.
• Fjölfagtegar rannsóknir á efnahagstegum og félagstegum áhrifum jarðskjálfta.
Miðlun og þjálfun
• Veita styrkþegum aðstöðu og leiðsögn.
• Kennsla og leiðsögn fyrir háskólastúdenta í jarðskjálftaverkfræði og tengdum
greinum.
• Standa fyrir innlendum og alþjóðlegum fyrirlestrum og námskeiðum í jarð-
skjálftaverkfræði og tengdum greinum.
• Upptýsingamiðtun um áhrif jarðskjálfta. m.a. á netinu, bæði á íslensku og ensku.
• Almenningsfræðsla um jarðskjálfta og áhrif þeirra.
102