Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 109
Stjórn og starfsfólk
í stjórn Samstarfsnefndar Háskóla íslands og Vestmannaeyjabæjar eru skipaðir
fulltrúar frá Vestmannaeyjabæ. Háskóla íslands. útibúi Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins í Vestmannaeyjum. útibúi Hafrannsóknastofnunarinnar í Vestmanna-
eyjum og fiskvinnslu og útgerð í Vestmannaeyjum. Árið 2000 var stjórnin skipuð
sem hér segir: Þorsteinn I. Sigfússon prófessor. fulltrúi Háskólaráðs og stjórnar-
formaður, Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og fulltrúi Vestmannaeyjabæjar. gjald-
keri, Gísli Már Gíslason prófessor og fulltrúi Líffræðistofnunar. Gísti Pálsson próf-
essor og fulltrúi Sjávarútvegsstofnunar, Sigmar Hjartarson. forstöðurmaður (futl-
trúi Rf). Þorsteinn I. Sigfússon, Gísti Pálsson og Gísli Már Gíslason fara með mál-
efni háskótadeildarinnar í Eyjum.
Stofnanir innan setursins eru fimm og hafa á að skipa um fjórtán starfsmönnum
sem eru ýmist í verkefnatengdri vinnu eða fastráðnir forstöðumenn, sérfræðing-
ar. eða almennir starfsmenn viðkomandi stofnana. Forstöðumaður Rannsókna-
setursins er Páll Marvin Jónsson en hann er jafnframt útibússtjóri háskóladeild-
arinnar. Háskóladeildin er skipuð eftirfarandi starfsmönnum: Pált Marvin Jónsson
útibússtjóri. Guðrún Karitas Garðarsdóttir ritari. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir ræst-
ing. Hans Aðalsteinsson, verkefnastjóri Athafnaversins.
Ýmis verkefni
Fiskeldi í Vestmannaeyjum
Háskóladeildin hefur farið með ráðgjöf fyrir Vestmannaeyjabæ varðandi fyrir-
hugað fiskeldi í Klettsvík. Jafnframt hefur deildin verið að skoða möguleika á
annars konar etdi en laxeldi með það að markmiði að efta atvinnulífið í Vest-
mannaeyjum.
Námskeiðahald
Háskótadeildin í Vestmannaeyjum stendur ár hvert fyrir fjötmörgum fyrirtestrum
og námskeiðum í samstarfi við ýmsar mennta- og fræðstustofnanir.
Háskólanám
í Eyjum er boðið upp á háskótanám í fjarkennstu. Um er að ræða íslensku til BA-
prófs við Háskóta íslands og ferðamálafræði í samstarfi við Hólaskóla. í Vest-
mannaeyjum er mikil vöntun á hjúkrunarfræðingum og sökum þessa hefur há-
skóladeildin í Eyjum unnið að því að ná samningum við Háskótann á Akureyri um
að hefja hjúkrunarfræðinám í fjarkennslu. Stefnt er að því að námið hefjist í síð-
asta lagi haustið 2001.
Fræðslunet Vestmannaeyja
Rannsóknasetrið hefur umsjón með verkefni sem er ætlað að tengja þær stofn-
anir sem hafa annast fultorðinsfræðstu í Vestmannaeyjum. Áætlað er að netið taki
formlega tit starfa sumarið 2001.
Starfsmenntaátak
Háskótadeildin hefur að undanförnu unnið að uppsetningu öflugs starfsmennta-
skóla í Vestmannaeyjum með sérstakri áherstu á fólk á atvinnuteysisskrá. Verk-
efninu var hrundið af stað vegna stæms atvinnuástands í kjölfar brunans í ísfélagi
Vestmannaeyja.
Lifandi miðlun
Fiska-og náttúrugripasafn Vestmannaeyja og Háskóti ístands í Vestmannaeyjum
hafa á undanförnum mánuðum unnið að verkefni sem hefur það að markmiði að
efla rannsóknir á margbrotnu fugtalífi Eyjanna og jafnframt að styrkja ferða-
mannaiðnaðinn í Eyjum.
Áhrif umhverfis á form og þroska Yoldiella nana (Bivalvia.
Protobranchia) á mismunandi dýpi
Markmið verkefnisins er að kanna áhrif setgerðar. hitastigs og þrýstings á útlits-
form samlokana af ættkvístinni Yotdietla í hlýsjónum sunnan við ísland. Verkefnið
er styrkt af Lýðveldissjóði. Verkefnisstjóri Pált Marvin Jónsson.
Ambassador and Mrs. Day Olin Mount Fellowship
Day Olin Mount. sendiherra Bandaríkjanna. sem hefur verið auðfúsugestur í Eyj-
um undanfarin ár. tét af störfum haustið 1999 eftir farsælt starf á íslandi. Sam-
starfsnefnd Háskóta ístands og Vestmannaeyjabæjar ákvað að stofna tit styrks
handa bandarískum stúdentum eða fræðimönnum sem skoða vildu samspit
manns og hafs í Vestmannaeyjum og nefna styrkinn í höfuðið á bandarísku