Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 110
sendiherrahjónunum. Var þetta tilkynnt í kveðjuhófi sem Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra hélt í Viðey í júlí 1999. Vonast er eftir góðri samvinnu við menn-
ingarstofnunina Fullbright og við samfjármögnun þessa máls.
Vistvænar humarveiðar
[ ársbyrjun 1998 hófust tilraunaveiðar með humargildrur við Vestmannaeyjar sem
stjórnað var af Páli Marvin Jónssyni. Markmið tilraunaveiðanna er að kanna hag-
kvæmni gildruveiða samanborið við togveiðar. ásamt því að rannsaka líffræðilega
þætti og útbreiðslu. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Haraldi
Böðvarssyni hf, Netagerðinni Ingólfi, Hafrannsóknastofnun og Hampiðjunni. Verk-
efnisstjóri er Páll Marvin Jónsson.
Atferli lunda við fæðuleit. skráning dýpis og hitastigs
með DST-rafeindamerkjum
Markmið verkefnisins er að rannsaka atferli lunda með hjálp rafeindamerkja sem
skrá þrýsting og hitastig. Verkefnið er styrkt af Stjörnu-Odda ehf og Rannsókna-
sjóði Háskóla íslands.Verkefnisstjóri Páll Marvin Jónsson.
Sníkjudýr í skeldýrum
Verkefnið var unnið í samstarfi við Rannsóknastöðina á Ketdum og er það styrkt
af Rannsóknasjóði Háskóta ístands. Markmið verkefnisins er að finna millihýsil
sníkjudýrsins (ögðunnar) Prosorhynchoides (Bucephaloides) gracilescens. Verk-
efnisstjóri var Matthías Eydal, Keldum.
Rannsóknastofa í
kvennafræðum
Hlutverk
Rannsóknastofa í kvennafræðum er þverfagleg stofnun sem heyrir undir há-
skólaráð. Hún var stofnuð samkvæmt regtugerð frá menntamálaráðuneytinu árið
1990 en tók formlega tit starfa haustið 1991. Htutverk Rannsóknastofu í kvenna-
fræðum við Háskóla íslands felst í rannsóknum og miðlun þekkingar á sviði
kvenna- og kynjafræða og jafnréttisrannsókna. Haustið 2000 setti ný stjórn Rann-
sóknastofu í kvennafræðum stofunni eftirfarandi aðalmarkmið:
• efla og samhæfa rannsóknir í kvenna- og kynjafræðum og jafnréttisrann-
sóknin
• vinna að og kynna niðurstöður rannsókna:
• koma á gagnabanka um kvennarannsóknin
• að skapa rannsóknaaðstöðu fyrir sjálfstætt starfandi fræðimenn og unga
vísindamenn sem vinna verkefni á vegum stofunnar:
• veita nemum í rannsóknanámi aðstöðu og búnað til rannsóknastarfa og veita
nemum þjálfun og reynslu í vfsindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim
kost á að vinna rannsóknastörf á vegum stofunnar:
• sinna þjónustuverkefnum á sviði kvenna- og kynjafræða. svo sem ráðgjöf fyrir
aðila utan Háskólans:
• koma á fót gagnabanka um kvenna-. kynja- og jafnréttisrannsóknin
• gangast fyrir námskeiðum. fyrirlestrum. ráðstefnum. endurmenntun og hverri
þeirri starfsemi sem stuðlar að því að kynna rannsóknir á sviði kvenna- og
kynjafræði fyrir almenningi;
• stuðla að sterkum tengslum Háskóla íslands við þjóðlífið;
• veita upplýsingar og ráðgjöf um kvenna- og kynjarannsóknin
• hafa samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila-,
• styðja og styrkja nám í kynjafræðum innan og utan Háskóla íslands:
• standa að útgáfu.
Stjórn
Háskólaráð skiparsex manna stjórn Rannsóknastofu í kvennafræðum og tvo
varamenn til tveggja ára. þar af fjóra samkvæmt tilnefningum viðkomandi deilda.
Haustið 2000 var ný stjórn skipuð. í henni sitja: Arnfríður Guðmundsdóttir. lektor
við guðfræðideild, Rannveig Traustadóttir. dósent í félagsvísindadeild. Páll Biering.
dósent við hjúkrunarfræðideild. Edda Benediktsdóttir, fræðimaður við Raunvís-
indastofnun. Dagný Kristjánsdóttir. prófessor við heimspekideild, Guðný Guð-
björnsdóttir, prófessor við félagsvísindadeild. Samkvæmt ósk stofunnar voru
skipaðir tveir varamenn sem eru Herdís Sveinsdóttir. dósent við námsbraut í
hjúkrunarfræði, og Ingólfur Gíslason félagsfræðingur. Rannveig Traustadóttir var
106