Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Side 114
Rannsóknastofa í
matvælaefnafræði
Almennt yfirlit og stjórn
Fjöldi starfsmanna á rannsóknastofu í matvælaefnafræði í Læknagarði er breyti-
legur frá ári til árs, þ.e. hann er háður rannsóknastyrkjum. Nú starfa á þar þrír
starfsmenn, Ágústa Guðmundsdóttir prófessor. sem eryfirmaður rannsóknastof-
unnar, Helga Margrét Pálsdóttir. nemandi í doktorsnámi. og Guðrún Jónsdóttir.
nemandi í meistaranámi.
Rannsóknir
Unnið erað yfirgripsmiklum rannsóknum á tjáningu kuldavirkra ensíma úr
þorski og stökkbreytingum á genum þeirra. Markmiðið er að framleiða ensímaf-
brigði, sem hafa meiri hitastöðugleika en náttúrulegu afbrigði þeirra. Verkefnin
eru unnin í samstarfi við David Benjamin, örverufræðideild University of Virginia
og Charles S. Craik, tyfjaefnafræðideild University of California. San Francisco.
Innlendir samstarfsaðilar eru Jón Bragi Bjarnason prófessor og líftæknifyrirtækin
Ensímtækni ehf og Norður ehf. Á árunum 1998-2000 var unnið að sambærilegum
rannsóknum á ensímum úr suðurskautsljósátu með styrk frá breska líftæknifyr-
irtækinu Phairson Medical Ltd. í London. Rannsóknaverkefnin hafa einnig verið
styrkt af Vísindasjóði og Tæknisjóði Rannís.
Útgáfa
Helstu vísindagreinar sem tengjast verkefnunum eru:
• R. Spilliaert og Á. Guðmundsdóttir (2000): „Molecular Cloning of the Atlantic Cod
Chymotrypsinogen B". Microbialand Comparative Genomics, 1. bls. 1-10 og 2.
• S. Kristjánsdóttir og Á. Guðmundsdóttir (2000): „Propeptide dependent acti-
vation of the Antarctic krill euphauserase precursor produced in yeast '. Eur. J.
Biochem. 267, bls. 2632-2639.
Einnig voru rannsóknirnar kynntar á ráðstefnum í Þýskalandi og á (slandi.
Nánari upplýsingar um rannsóknirnar má finna á heimasíðu Ágústu Guðmunds-
dóttur: www.hi.is/nam/matvskor/agusta
Rannsóknastofa í
meinafræði
Almennt yfirlit og stjóm
Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði er rekin sem hluti af Landspítala-há-
skótasjúkrahúsi. Henni er skipt í sjö skorir. ritaramiðstöð. vefjameinafræði. erfða-
meinafræði, réttarlæknisfræði. litningarannsóknir. vefjarannsóknir og lífsýnasafn
(svokallað Dungalssafn). Auk forstöðulæknis, sem jafnframt er prófessor í
meinafræði við læknadeild. starfa þar í stjórnunarstörfum þrír yfirlæknar (tveir
þeirra eru prófessorar í tæknadeild) og einn yfirmeinatæknir. Heimituðum stöðu-
gitdum fjölgaði úr 56 í 58 frá síðastliðnu ári og starfsmenn voru rúmlega 80 á ár-
inu. Breytingar í mannahaldi eru annars mjög litlar frá ári tit árs.
Rannsóknir
Auk þjónusturannsókna á sviðum skoranna voru stundaðar vísindarannsóknir
innan þeirra eins og áður. Meirihluti rannsókna er á sviði krabbameinsrannsókna
og eru annars vegar um flokkun krabbameina eftir líffærum og tegundum og hins
vegar grunnrannsóknir í erfðafræði krabbameins. Þær síðarnefndu eru einkum
stundaðar á frumulíffræðideild (erfðameinafræði). Aðatviðfangsefni deitdarinnar
er krabbamein í brjósti, ristli og blöðruhálskirtli. Rannsóknastofan tekur mikinn
þátt í alþjóðlegri samvinnu á þessum sviðum og hetdur áfram að skila mikitvæg-
um þætti við einangrun áhættugena fyrir brjóstakrabbamein en nú eru tvö slík
þekkt, BRCAl og BRCA2. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið birtar í vís-
indalegum ritgerðum í inntendum og erlendum tímaritum.
Samstarf við erfðatæknifyrirtækin íslenska erfðagreiningu og Urði Verðandi Skuld
fór vaxandi á árinu og eru nú tveir starfsmenn RH við störf fjármögnuð af ís-
lenskri erfðagreiningu.
110