Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Síða 119
Ingileif Jónsdóttir fékk á árinu nýjan styrk til rannsókna á bólusetningu nýbura frá
Lífvísindaáætlun ESB fyrir árin 2000-2003.
Ingileif er formaður Vísindasiðanefndar. Hún á einnig sæti í vísindanefnd Háskóla
íslands og stjórnarnefnd tífvísindaáætlunar ESB.
Greinar í alþjóðlegum tímaritum
• Eiríkur Sæland. Gestur Viðarsson og Ingileif Jónsdóttin Pneumococcal
pneumonia and bacteremia model in mice for the analysis of protective ant-
ibodies. Microbial Pathogenesis. 2000: 29:81-91.
• B. D. Plikaytis, D. Gotdbtatt, C. E. Frasch, C. Btondeau. M. J. Bybel, G. S.
Giebink. I. Jónsdóttir, H. Káyhty, H. B. Konradsen, D. V. Madore, M. H. Nahm. C.
A. Schulman. P. F. Holder. T. Lezhava. C. Elie og G. M. Cartone: An analytical
model applied to a multi-center pneumococcal ELISA study. J. Clin. Microbiot.,
2000: 38:2043-2050.
• Herbert Eiríksson. Björn Árdal, Björn Rúnar Lúðvíksson. Ásbjörn Sigfússon.
Hetgi Valdimarsson, Ásgeir Haratdsson: Ofnæmi og astmi hjá íslenskum
börnum. Læknablaðið. 2000 (febrúar). 86:102-108.
• H.D. Hatldórsdóttir. T. Jónsson. J. Þorsteinsson. H. Vatdimarsson: A prospective
study on the incidence of rheumatoid arthritis among peopte with persistent
increase of rheumatoid factor. Ann. Rheum. Dis. 2000: 59:149-151.
• Þorbjörn Jónsson. Jón Þorsteinsson, Hetgi Valdimarsson: Elevation of onty one
rheumatoid factor isotype is not associated with increased prevalence of
rheumatoid arthritis - a population based study. Scandinvaian Journal of
Rheumatotogy 2000: 29: 190-191.
• B. Másdóttir. T. Jónsson. V. Manfreðsdóttir. A. Víkingsson. Á. Brekkan. H.
Valdimarsson: Smoking. rheumatoid factor isotypes and severity of
rheumatoid arthritis. Rheumatotogy 2000: 39:1202-1205.
Rannsóknastofa í
Forstöðumaður og yfirlæknir rannsóknastofu í veirufræði er Arthur Löve dósent.
Á rannsóknastofunni starfa um 25 manns í u.þ.b. 20 stöðugildum. Á árinu 2000
hættu þrír starfsmenn og voru aðrir þrír ráðnir í þeirra stað. einn efnafræðingur,
einn meinatæknir og einn rannsóknarmaður. Yfirstjórn er í höndum yfirlæknis en
daglegri verkstjórn sinnir Þorgerður Árnadóttir yfirnáttúrufræðingur. Starfsmenn
deildarinnar sinna bæði þjónustu- og grunnrannsóknum í veirufræði. sem er
hlutverk deildarinnar. Er starfsfólk af blönduðum toga. þ.e. læknar. náttúrufræð-
ingar. efnafræðingur. meinatæknar og annað rannsóknar- og skrifstofufólk.
Rannsóknir
Starfsvettvangur rannsóknastofu í veirufræði er einkum rannsóknir og sjúkdóms-
greining á innsendum sýnum frá sjúklingum. Einnig fléttast grunnrannsóknir inn
í starfsemina eftir föngum. Gerðar voru á árinu um 50.000 mælingar á sýnum frá
sjúklingum og hefur starfsemin á því sviði aldrei verið meiri.
Meðat hetstu rannsóknarsviða má nefna eyðni- og lifrarbótgurannsóknir og
greindust fleiri sýktir af HIV veirunni árin 1999 og 2000 en mörg ár þar á undan. Er
greinilegt að hlutfall samkynhneigðra karta meðal þeirra sem greinast með HIV
sýkingu fer stöðugt lækkandi og nú eru u.þ.b. jafn margar konur og karlar sem
greinast. Lifrarbólguveira C breiðist hratt út meðal þeirra sem neyta fíkniefna í æð.
Aldrei hafa greinst fteiri sýkingaraf völdum þessarar veiru en árið 2000. Samstarfs-
verkefni varðandi lifrarbótguveiru C og einnig varðandi ýmsar itla skilgreindar veir-
ur var og hefur verið í fultum gangi við Háskólasjúkrahúsið í Málmey. Nýlega var
hleypt af stokkunum viðamikilli rannsókn varðandi sjaldgæfar smitleiðir lifrarbólg-
uveiru C. Er sú rannsókn gerð í samvinnu við Sjúkrahúsið að Vogi.
Annað stórt rannsóknarsvið eru skyndigreiningar á öndunarfærasýkingum þ.á.m.
á svonefndri „respiratory syncytial" (RS) veiru sem á hverju ári herjar hértendis
og er vet skrásett faratdsfræðitega. Sama gildir um inflúensuveirur.
Iðrakvefsveirur skipa sinn sess í starfsemi deildarinnar. Á árinu greindist í fyrsta
skipti faralduraf völdum ..caliciveira” en hún berst með matvælum og getur vald-
ið mjög heiftarlegu iðrakvefi. Ekki er ólíklegt að veira þessi hafi verið mjög van-
greind hérlendis hingað til.