Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 144
Evrópuverkefni
Endurmenntunarstofnun er aðiti að EUCEN - samtökum evrópskra endurmennt-
unarmiðstöðva við háskóla og tekur þátt í samstarfi á þeim vettvangi þeirra og
veitir jafnframt ráðgjöf við símenntunaráætlunina Grundtvig á vegum Evrópusam-
bandsins. Þá tekur stofnunin þátt í ýmsum Evrópuverkefnum.
Nýjungar árið 2000
Stöðug endurnýjun erá námskeiðaframboði Endurmenntunarstofnunar. End-
urnýjunin byggist á samstarfi við fagfélög. stofnanir. fyrirtæki. kennara, sérfræð-
inga og nemendur.
Tveggja ára alþjóðlegt MBA hófst á árinu í samstarfi við viðskipta- og hagfræði-
deild Háskóta (slands.
Einnig hófst kennsla í Atvinnulífsins skóla sem rekinn er í samstarfi við einkafé-
lag á Öngulsstöðum í Eyjafirði. Þar eru kennd grunnatriði í rekstri. markaðsfræð-
um, stjórnun og stefnumótun.
Á árinu hófst nám á nýrri þriggja missera námsbraut í barnavernd í samstarfi við
Samtök fétagsmálastjóra. Félagsþjónustuna í Reykjavík og Barnaverndarstofu.
Gerðurvarsérstakursamningurvið Lögmannafélag íslands. Lögfræðingafélag
ístands og Dómarafélag íslands um endurmenntun félagsmanna þeirra.
Enn er í gangi tilraunaverkefni sem hófst haustið 1999 í samstarfi við Fræðstunet
Austurlands á Egitsstöðum um fjarkennslu í þriggja missera námi í rekstri og
viðskiptum. 11 manns stunda nú námið fyrir austan.
Sumarnámskeið fyrir bandaríska háskólanema
Haustið 1999 tók Endurmenntunarstofnun að sér að kynna og hatda utan um
sumarnámskeið fyrir bandaríska háskólastúdenta hérá tandi á vegum DIS (Den-
marks International Study Program). Á árinu komu 38 nemendur á námskeiðin
en alls hefur 71 bandarískur háskólanemi tekið þátt í sumarnámskeiðunum frá
upphafi.
Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta (FS) er sjátfseignarstofnun með sjátfstæða fjárhags-
ábyrgð. Aðild að henni eiga menntamálaráðuneytið. Háskóli íslands og allir skrá-
settir stúdentar skólans. Rekstrarár FS hefst 1. júní ár hvert. Rekstrarárið 1999-
2000 rak FS sex deildir: Stúdentagarða, Bóksölu stúdenta. Ferðaskrifstofu stúd-
enta, Kaffistofur stúdenta, Leikskóla FS og Atvinnumiðstöð stúdenta og voru
starfsmenn fyrirtækisins tæplega 80 tatsins.
Stjórn FS skipuðu á árinu: Guðjón Ólafur Jónsson formaður. Ragnar Hetgi Ótafs-
son og Björn Ingi Hrafnsson, fulltrúar stúdenta, Atli Attason. fulltrúi menntamála-
ráðuneytis. og Kristján Jóhansson. futttrúi Háskólans.
Guðrún Björnsdóttir viðskiptafræðingur tók við starfi framkvæmdastjóra FS á árinu.
Helstu verkefni FS árin 1999 og 2000 voru eftirfarandi:
Ferðaskrifstofa stúdenta seld
Samvinnuferðir-Landsýn tók við rekstri Ferðaskrifstofu stúdenta í nóvember en
FS hafði rekið hana frá árinu 1980. Samhliða samningi um yfirtöku á rekstrinum
gerðu Félagsstofnun stúdenta. Samvinnuferðir-Landsýn og Stúdentaráð Háskóla
íslands samstarfssamning um ferðir fyrir stúdenta.
Uppbygging Stúdentagarða
Eggertsgata 28. sem er í Ásgarðahverfinu, var tekin í notkun á árinu. í húsinu eru
átta einstaklingsíbúðir, átta paríbúðir og átta tvíbýli.
Beintenging háskólanetsins á Stúdentagarða
Háskóli íslands, Reiknistofnun og FS gerðu með sérsamning um beintengingu
háskólanetsins inn í íbúðir og herbergi á stúdentagörðum og samnýtingu inter-
netssambands. Með tengingunni geta íbúar á görðum fengið aðgang að háskóla-
netinu heima hjá sér án þess að greiða mínútugjald fyrir afnot og eru símalínur
140