Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 155
Starfsmannamál
Lítil hreyfing var á starfmönnum RHÍ á árinu, þó hætti Margrét Friðgeirsdóttir um
áramót eftir langt og farsælt starf. Eru henni þökkuð góð störf sem ritara RHÍ. í
hennar stað var ráðin Katla Gunnarsdóttir og hóf hún störf í september. Reikni-
stofnun hefur verið einstaklega lánsöm með starfsmenn og byggir á sterkum
kjarna sem hafa þjónað Háskólanum dyggilega á liðnum árum. 17 starfsmenn
starfa hjá RHÍ.
Internetsamband Háskóla íslands
INTIS Internet á Islandi hf var selt Íslandssíma sem ákvað að loka þeim tveimur 2
Mbit/s línum sem tengst höfðu Nordunet. í framhaldi af því ákvað Nordunet A/S á
fundi sínum 16. júní 2000. sem haldinn var í Odda. að leita tilboða í 45 Mbit/s
samband fyrir háskóla og rannsóknarstofnanir á íslandi. Nordunet samdi við
Landssima Islands um tenginguna sem tengdi Rannsókna- og háskólanets ís-
lands RHnet við Nordunet í gegnum UNI-C í Danmörku 4. október 2000 kl. 17:00. í
framhaldi var unnið að stofnun hlutafélags um Rannsókna- og háskólanets ís-
lands. með það að markmiði að tengja allar rannsókna og háskólastofnanir á ís-
landi saman á hraðvirkt gagnanet sem samnýtti tenginguna til Nordunet.
Netframkvæmdir
Árið 1995 var sett upp örbylgjusamband í Haga. Hlutverk þess var að tengja Haga
og Neshaga 16 við háskólanetið. Þetta örbylgjusamband var eitt það fyrsta sem
sett var upp hérlendis til að tengja saman tölvunet. í seinni tíð var farið að bera
nokkuð á truflunum á þessu sambandi jafnframt því að álag á sambandið hafði
aukist mjög. Síðastliðið sumar var svo dreginn tjósleiðari frá Tæknigarði í Haga
og örbylgjusambandið þar tekið niður. Tengihraði tölvunetsins færðist þá úr því að
vera 2 Mb/s í 100 Mb/s. Nýverið var einnig gengið frá lögnum í þrjár kennslustof-
ur í Haga. Hver stofa fékk tvo hefðbundna fjarskiptatengla (fyrir RJ-45 tengi) og
tvo Ijósleiðaratengla. Símstöðin í Haga var tengd símstöð Háskólans með leigu-
línum (parsnúinn vír) frá Landssímanum. Ákveðið var að færa þessa tengingu yfir
á Ijósleiðara í eigu Háskólans. Til að koma þessu í kring varð að gera nokkrar
breytingar á símstöðinni í Haga. Því verki er nú lokið. Undanfarið hefur einnig
verið unnið að því að setja upp nýja símstöð í Ármúla 30 en stöðin þar var orðin
erfið í viðhaldi.
í VR-II voru altar tölvu- og símalagnir endurnýjaðar en slík endurnýjun hafði stað-
ið til í nokkur ár. Tithögun netsins var einnig á þann veg að á álagspunktum
gengu tötvusamskipti mjög hægt. Framleiðendur netbúnaðar hafa um árabil ekki
lagt áherslu á hönnun fyrir þá lagnagerð sem þar var. M.a. af þessum ástæðum
var orðið tímabært að skipta út lögnum. Skipulagningu netsins í húsinu var jafn-
framt breytt og í tengslum við þær breytingar voru settir upp nýir tengiskápar á
hverja hæð. Lagnastokkar voru settir upp þar sem þá vantaði. Atlir strengir og
megnið af tengiefninu kemur frá framleiðandanum Alcatel. Tit að tryggja að sú
fjárfesting, sem lagnirnar eru, verði ekki úrett á skömmum tíma var ákveðið að
hver vinnustaður hefði aðgang að tjósleiðara. Lagðir voru fimm strengir. þar af
einn tjósleiðari að hverjum vinnustað og í hverja kennslustofu. VR-II er eitt fyrsta
húsið hérlendis þar sem tjósleiðari er lagður að hverjum einasta vinnustað („fiber
to the desk"). Lagnir í VR-II voru að mestu unnar af eftirtöldum starfsmönnum
Háskólans: Bjarna Guðnasyni, Lárusi Óskarssyni. Sigurjóni Ótafssyni og Valgeiri
Friðþjófssyni. Tengi á endum tjósteiðaranna voru hins vegar í umsjón Yngva
Markússonar hjá Rafmark ehf.
Einnig hefur verið settur upp þráðlaus sendi- móttökubúnaður fyrir tötvusam-
skipti á nokkrum stöðum í VR-II. þannig að nú býðst þráðlaust samband í
kennslustofum 157, 158 og bókasafninu á þriðju hæð. Tenging hússins við net Há-
skólans var færð úr 10 Mb/s í tvær 100 Mb/s tengingar, önnur fyrir starfsmenn og
hin fyrir tölvuver. kennslustofur og þráðlausa sendibúnaðinn.
Búið er að færa tengingar nokkurra annarra húsa í 100 Mb/s. má þar t.d. nefna
Háskólabíó og hús Endurmenntunar. Þá var þráðtausa 2 Mb/s sambandið í Skóg-
arhlíð 10 uppfært í 11 Mb/s.
Gengið var frá titlögu um nýja nettilhögun í VR-III (suðurhluta) og verktaki fenginn
í verkið.
Frá síðasttiðnum haustdögum hefurjafnt og þétt verið unnið að uppsetningu á
þráðlausum sendi-móttökubúnaði fyrir tölvur. Stíkur búnaður er nú kominn í fleiri
byggingar en VR-II. má þar nefna Odda. Háskólabíó. hús Endurmenntunar og
Árnagarð.
151