Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 155

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 155
Starfsmannamál Lítil hreyfing var á starfmönnum RHÍ á árinu, þó hætti Margrét Friðgeirsdóttir um áramót eftir langt og farsælt starf. Eru henni þökkuð góð störf sem ritara RHÍ. í hennar stað var ráðin Katla Gunnarsdóttir og hóf hún störf í september. Reikni- stofnun hefur verið einstaklega lánsöm með starfsmenn og byggir á sterkum kjarna sem hafa þjónað Háskólanum dyggilega á liðnum árum. 17 starfsmenn starfa hjá RHÍ. Internetsamband Háskóla íslands INTIS Internet á Islandi hf var selt Íslandssíma sem ákvað að loka þeim tveimur 2 Mbit/s línum sem tengst höfðu Nordunet. í framhaldi af því ákvað Nordunet A/S á fundi sínum 16. júní 2000. sem haldinn var í Odda. að leita tilboða í 45 Mbit/s samband fyrir háskóla og rannsóknarstofnanir á íslandi. Nordunet samdi við Landssima Islands um tenginguna sem tengdi Rannsókna- og háskólanets ís- lands RHnet við Nordunet í gegnum UNI-C í Danmörku 4. október 2000 kl. 17:00. í framhaldi var unnið að stofnun hlutafélags um Rannsókna- og háskólanets ís- lands. með það að markmiði að tengja allar rannsókna og háskólastofnanir á ís- landi saman á hraðvirkt gagnanet sem samnýtti tenginguna til Nordunet. Netframkvæmdir Árið 1995 var sett upp örbylgjusamband í Haga. Hlutverk þess var að tengja Haga og Neshaga 16 við háskólanetið. Þetta örbylgjusamband var eitt það fyrsta sem sett var upp hérlendis til að tengja saman tölvunet. í seinni tíð var farið að bera nokkuð á truflunum á þessu sambandi jafnframt því að álag á sambandið hafði aukist mjög. Síðastliðið sumar var svo dreginn tjósleiðari frá Tæknigarði í Haga og örbylgjusambandið þar tekið niður. Tengihraði tölvunetsins færðist þá úr því að vera 2 Mb/s í 100 Mb/s. Nýverið var einnig gengið frá lögnum í þrjár kennslustof- ur í Haga. Hver stofa fékk tvo hefðbundna fjarskiptatengla (fyrir RJ-45 tengi) og tvo Ijósleiðaratengla. Símstöðin í Haga var tengd símstöð Háskólans með leigu- línum (parsnúinn vír) frá Landssímanum. Ákveðið var að færa þessa tengingu yfir á Ijósleiðara í eigu Háskólans. Til að koma þessu í kring varð að gera nokkrar breytingar á símstöðinni í Haga. Því verki er nú lokið. Undanfarið hefur einnig verið unnið að því að setja upp nýja símstöð í Ármúla 30 en stöðin þar var orðin erfið í viðhaldi. í VR-II voru altar tölvu- og símalagnir endurnýjaðar en slík endurnýjun hafði stað- ið til í nokkur ár. Tithögun netsins var einnig á þann veg að á álagspunktum gengu tötvusamskipti mjög hægt. Framleiðendur netbúnaðar hafa um árabil ekki lagt áherslu á hönnun fyrir þá lagnagerð sem þar var. M.a. af þessum ástæðum var orðið tímabært að skipta út lögnum. Skipulagningu netsins í húsinu var jafn- framt breytt og í tengslum við þær breytingar voru settir upp nýir tengiskápar á hverja hæð. Lagnastokkar voru settir upp þar sem þá vantaði. Atlir strengir og megnið af tengiefninu kemur frá framleiðandanum Alcatel. Tit að tryggja að sú fjárfesting, sem lagnirnar eru, verði ekki úrett á skömmum tíma var ákveðið að hver vinnustaður hefði aðgang að tjósleiðara. Lagðir voru fimm strengir. þar af einn tjósleiðari að hverjum vinnustað og í hverja kennslustofu. VR-II er eitt fyrsta húsið hérlendis þar sem tjósleiðari er lagður að hverjum einasta vinnustað („fiber to the desk"). Lagnir í VR-II voru að mestu unnar af eftirtöldum starfsmönnum Háskólans: Bjarna Guðnasyni, Lárusi Óskarssyni. Sigurjóni Ótafssyni og Valgeiri Friðþjófssyni. Tengi á endum tjósteiðaranna voru hins vegar í umsjón Yngva Markússonar hjá Rafmark ehf. Einnig hefur verið settur upp þráðlaus sendi- móttökubúnaður fyrir tötvusam- skipti á nokkrum stöðum í VR-II. þannig að nú býðst þráðlaust samband í kennslustofum 157, 158 og bókasafninu á þriðju hæð. Tenging hússins við net Há- skólans var færð úr 10 Mb/s í tvær 100 Mb/s tengingar, önnur fyrir starfsmenn og hin fyrir tölvuver. kennslustofur og þráðlausa sendibúnaðinn. Búið er að færa tengingar nokkurra annarra húsa í 100 Mb/s. má þar t.d. nefna Háskólabíó og hús Endurmenntunar. Þá var þráðtausa 2 Mb/s sambandið í Skóg- arhlíð 10 uppfært í 11 Mb/s. Gengið var frá titlögu um nýja nettilhögun í VR-III (suðurhluta) og verktaki fenginn í verkið. Frá síðasttiðnum haustdögum hefurjafnt og þétt verið unnið að uppsetningu á þráðlausum sendi-móttökubúnaði fyrir tölvur. Stíkur búnaður er nú kominn í fleiri byggingar en VR-II. má þar nefna Odda. Háskólabíó. hús Endurmenntunar og Árnagarð. 151
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.