Hugur - 01.01.1991, Page 6

Hugur - 01.01.1991, Page 6
INNGANGUR RITSTJORA Á meðan ég dvaldist erlendis við heimspekinám, var beðið með mestri óþreyju eftir tveimur árlegum sendingum; Hugi að hausti og hangikjöti um jól. Sannast sagna varyfirleitt tvísýnt með hangikjötið, sem kanadískir tollverðir höfðu einhverja óbeit á og Hugur kom því miður bara tvisvar. En nú er ég að mestu fluttur til landsins og því var mér bæði ljúft og skylt að taka að mér að vekja Hug eftir örstuttan blund á mælikvarða eilífðarinnar. Mér er einnig ljúft að þakka fráfarandi ritstjóra, Jörundi Guðmundssyni, fyrir merkilegt frumkvöðulsstarf. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann hafði rétt fyrir sér í upphafi að sérhæft heimspekitímarit eins og Hugur ætti fullt erindi á þennan margfræga markað — auk þess að vera lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir þá sem vilja tjá sig um heimspeki á íslensku. Félag áhugamanna um heimspeki er nú alfarið tekið við útgáfu Hugar. Á síðasta aðalfundi var nokkuð rætt um útgáfu tímaritsins og niðurstaðan varð sú að breyta örlítið áherslum. Ætlunin er að hafa þema í hverju hefti, auk þess sem birtar verða áhugaverðar greinar og einhverjir af þeim fyrirlestum sem fluttir eru á vegum félagsins á hverjum vetri. Með þessu móti er vonast til að heftin verði áhuga- verðari, þótt ekki þurfi að kvarta undan viðtökunum á fyrstu tveimur heftunum, það fyrra að minnsta kosti er uppselt. Þema þessa heftis er bandaríski heimspekingurinn W. V. Quine sem sótti félagið heim fyrir hartnær 12 árum síðan. Þeir Páll Skúlason og Gunnar Harðarson voru skipaðir, ásamt undirrituðum, í ritnefnd sem bar ábyrgð á efnisvali. Gunnar var auk þess mjög hjálplegur varðandi yfirlestur og prófarkir og gaf góð ráð um framsetningu og málfar. Um efni þessa heftis er óþarfi að fjölyrða. Þó má benda á að yngri heimspekingarnir eru hér að kveða sér hljóðs, þótt eitthvað hafi heyrst í þeim flestum áður, og sumum talsvert. Að undanskildu viðtalinu sem birt er, eiga íslensku höfundarnir það einnig sameiginlegt að vera ekki kennarar við Háskóla íslands — hvort það síðan er að eigin vali eða ekki, skal ósagt látið. Það er óskandi að ferskir vindi muni halda áfram að blása um Hug og hugi lesenda — og að tímaritið geti þjónað því hlutverki að vekja og viðhalda fræðilegri umræðu um heimspeki á íslensku. Ágúst Hjörtur Ingþórsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.