Hugur - 01.01.1991, Side 11

Hugur - 01.01.1991, Side 11
HUGUR Um frjálsan vilja 9 duglegir og halda áfram. Þetta virðist hrein mótsögn, en er það ekki, vegna þess að sögnin „að vilja“ er tvíræð. Hún á annars vegar við það sem menn velja eða gera viljandi og hins vegar við það sem þeir telja best. Menn geta því viljað slóra í þeim skilningi að þeir velji það viljandi og ótilneyddir en viljað vera duglegir í þeim skilningi að þeir telji það best. Það er engin mótsögn í því fólgin að segja að einhver geri eitthvað viljandi þótt hann vilji það alls ekki. (Menn kveikja sér viljandi í sígarettu þótt þeir vilji ekki reykja, sofa viljandi yfir sig þótt þeir vilji fara snemma á fætur, éta viljandi yfir sig þótt þeir vilji það alls ekki og svo framvegis). Ég held að svarið við spumingnunni hvernig menn geta ráðið hvað þeir vilja byggist á þessari tvíræðni sagnarinnar „að vilja“ (og samsvarandi nafnorðs). Við skulum afmarka hvom skilning með því að tala annars vegar um vilja og hins vegar um val. Ég ætla semsagt aðeins og nota sögnina „að vilja“ og nafnorðið „vilji" í þeim skilningi að það sem menn vilja sé það sem þeir telja best. í þessum skilningi er vilji manns það sama og gildismat hans.3 Hins vegar mun ég svo tala um val. Val manns er þá það sem hann vill í þeim skilningi að hann geri það viljandi eða velji það. Við þessa sundurgreiningu leysist spurningin um hvað það er að ráða sjálfur vilja sínum upp í tvær spurningar: Önnur er: Hvað er að vera sjálfrátt um val sitt? Hin er: Hvað er að vera sjálfrátt um vilja sinn? Rétt svar við fyrri spurningunni hlýtur að fela í sér að val sem ræðst af vilja manns (þ.e. gildismati hans) sé frjálst. Það er því óhætt að fullyrða að menn ráði sjálfir hvað þeir velja (þ.e. hafi fulla sjálf- stjórn) ef val þeirra stjórnast af vilja (þ.e. gildismati) þeirra (eða því hvað þeir telja best). En er þetta fullnægjandi svar? Getur ekki verið að val sem stjórn- ast af gildismati þess sem velur sé aðeins hluti af því sem við köllum frjálst val og auk þess sé til frjálst val sem brýtur í bága við gildismat þess sem velur? Við getum hugsað okkur að einhver velji að fá sér kók að drekka í staðinn fyrir appelsínusafa þótt hann telji að hinn kosturinn sé betri fyrir sig. Getur slíkt val ekki verið fullkomlega frjálst? Hér er margs að gæta. Maðurinn er auðvitað frjáls í þeim 3 Um gildismat hef 6g fjallað svolítið í ritgerðinni: „Siðfræði Kants og afstæðishyggja", sem birtist í 2. árg. þessa tímarits (1989).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.