Hugur - 01.01.1991, Side 12

Hugur - 01.01.1991, Side 12
10 Atli Harðarson HUGUR skilningi að hann nýtur sjálfræðis og hellir viljandi (ótilneyddur) kóki í glas sitt og ber fulla ábyrgð á því. En er hann frjáls í þeim skilningi að hann hafi sjálfstjórn? Ekki ef hann telur öll rök mæla gegn því að drekka kók en getur ekki staðist freistinguna. Ef kókið er freisting sem hann getur ekki staðist þá skortir nokkuð á að hann hafi fulla sjálfstjóm og því hæpið að tala um að val hans sé frjálst. Ef aftur á móti er um það að ræða að maðurinn telji kókdrykkju heilsuspillandi en nógu ánægjulega til að ánægjan borgi hugsanlegt heilsutjón þá er valið frjálst enda í fullu samræmi við gildismat þess sem velur. Svarið við spurningunni, hvað er að vera sjálfrátt um val sitt, er því: menn ráða sjálfir hvað þeir velja (þ.e. hafa fulla sjálfstjóm) ef og aðeins ef val þeirra stjórnast af vilja (þ.e. gildismati) þeirra (þ.e. því hvað þeir telja best). Nú á eftir að svara seinni spurningunni: Hvað er að vera sjálfrátt um vilja sinn? Að manni sé sjálfrátt um hvað hann vill (þ.e. telur best) hlýtur að fela í sér að hann móti sjálfur gildismat sitt, stjórni því sjálfur hvað hann telur gott, eftirsóknarvert og svo framvegis. Þetta svar þarfnast nánari skýringa. Áður en ég sný mér að þeim ætla ég að fjalla svolítið um sjálfstjóm. 3. Sjálfstjórn og skynsemi Að ráða sjálfur vali sínu og gerðum kallast í daglegu tali sjálfstjórn. Þeir sem eru svo lánsamir að breyta jafnan í samræmi við sína betri vitund (velja í samræmi við gildismat sitt) eru sagðir hafa góða sjálf- stjórn. Sjálfstjórn felur raunar í sér æði margt, sem ekki verður gerð grein fyrir hér, þar á meðal hugrekki, dugnað, þolinmæði og stillingu. Án þessara dyggða tekst mönnum tæpast að breyta eftir því sem viljinn býður (þ.e. láta val sitt stjórnast af gildismati sínu) nema í besta falli með höppum og glöppum. Ef til vill virðist það ekkert undarlegt að fólk hafi stjórn á eigin gerðum. Hitt virðist kannski öllu undarlegra hversu oft menn breyta gegn betri vitund, enda hafa ýmsir heimspekingar litið á veikleika viljans, eða breyskleika mannanna, sem hálfgerða þverstæðu og sagt sem svo að menn hljóti að gera það sem þeir vilja og vilja það sem þeir telja best. Þetta er að því leyti rétt að skynsemin er kjarni manneðlisins og það sem menn gera f fyllsta skilningi sjálfir (þ.e. þegar þeir hafa full-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.