Hugur - 01.01.1991, Síða 27
HUGUR „Skilningur er eftirsóknarverður í sjálfum sér" 25
verið eitt helsta viðfangsefni yðar. Teljið þér að til sé rökfrœði
vísindalegrar aðferðar, aðleiðslurökfrœði?
„Aðleiðslurökfræði" er kannski ekki heppileg nafngift, því að slík
rökfræði er svo frábrugðin eiginlegri rökfræði, umsagnarökfræði. En
auðvitað eru tölfræði og líkindareikningur virðulegar og nytsamlegar
fræðigreinar, og þær eru hluti af því sem kalla mætti aðleiðslu-
rökfræði.
Þér nefnduð áðan að aðleiðsla væri fólgin í því að varpa fram til-
gátum á grundvelli dœma: aðleiðslurökfrœði vœri þá rökfrœði
vísindalegra uppgötvana. En nú virðist þér vilja skilja aðleiðslu svo
að hún vœri í því fólgin að meta hvaða máli einstakar staðreyndir
eða athuganir skiptu fyrir tilgátur sem við höfum þegar varpað fram;
þá er aðleiðslurökfrœði orðin rökfræði vísindalegarar staðfestingar.
Teljið þér aðleiðslu vera afþessu tvennu tœi?
Já, reynar. Aðleiðsla er bæði uppgötvunaraðferð og staðfestingar-
aðferð.
Erþá uppgötvunarrökfrœði til sem fræðigrein?
Aftur hnýt ég um orðið „rökfræði“. Það bendir til nánari
skyldleika við eiginlega rökfræði en rétt er.
Erþað vegna þess að í aðleiðslurökfræði eru engin sannindi afþví
tæi sem þér kallið „röksannindi“ í afleiðslurökfræði?
Já einmitt. Sá er meginmunurinn.
En ef svo er, hvernig getið þér þá yfirhöfuð kennt aðleiðslu við
rökfrœði?
Einungis vegna þess að það er viðtekin orðanotkun. Aðleiðslu-
rökfræði er eins konar tækni, sambærileg við verkfæri. Dæmigerð
aðleiðslurökfræði eru reglur Mills um vísindalega aðferð; Hume
hafði áður sett margar sömu reglur fram.
Svo að þér lítið þá ekki á afleiðslurökfrœði sem tœkni?
Það má nota eiginlega rökfræði sem tækni, rétt eins og hverja aðra
reiknislist. En eins og þér nefnduð leiðir afleiðslurökfræðin sannindi í
ljós, röksannindi, og það gerir hún án alls tillits til nytjagildis, eins og
öll stærðfræði. En um þetta er ekki að ræða í aðleiðslurökfræði. Þér
hittuð naglann á höfuðið.
Mœtti ég spyrja yður um yðar eigin stöðu innan heimspekinnar?
Eru einhverjir heimspekingar sem þér getið litið á sem hetjur yðar?