Hugur - 01.01.1991, Side 33

Hugur - 01.01.1991, Side 33
HUGUR W. V. Quine 31 Kant hugsaði sér að rökhæfing eignaði frumlagi sínu einungis það sem þegar fólst í hugtakinu um frumlagið. Það eru tveir gallar á þessari hugmynd: hún einskorðast við staðhæfingar með sniðinu frumlag-umsögn, og hún styðst við líkinguna „að felast í“ sem ekki eru gerð nein nánari skil. En hugsun Kants sem fremur birtist í því hvernig hann notfærir sér hugmyndina um rökhæfingar en hvemig hann skilgreinir hana, má umorða á eftirfarandi hátt: staðhæfing er rökhæfing þegar hún er sönn óháð staðreyndum vegna þess skilnings sem í hana er lagður. Við skulum athuga þetta nánar með því að gaumgæfa hugtakið skilning sem hér er gengið að sem gefnu. Minnumst þess fyrst að ekki má leggja skilning og merkingu að jöfnu.' Dæmi Freges um „Kvöldstjömuna" og „Morgunstjörnuna" og Russells um „Walter Scott“ og „höfund Waverly" sýna að heiti geta merkt sama hlutinn en þó verið skilin mismunandi skilningi. Greinarmunur skilnings og merkingar er ekki síður mikilvægur á sviði sértækra heita. Heitin „9“ og „tala reikistjarnanna" merkja eitt og sama sértæka fyrirbærið en væntanlega verður að telja okkur skilja þau ólíkum skilningi; því að stjarnfræðilegrar athugunar þurfti við, en ekki einungis athugunar á skilningi orðanna, til að ákvarða að um sama fyrirbæri væri að ræða. Dæmin hér að ofan eru um eintæk heiti á hlutum eða sértökum. Hliðstæða sögu er að segja um altæk heiti, eða umsagnir, en þó gegnir þar að sumu leyti öðru máli. Eintæk heiti eiga að merkja sértæk eða hlutbundin fyrirbæri, en altæk heiti ekki; en altæk heiti eru sönn um eitthvert fyrirbæri eða um mörg eða engin.1 2 Mengi allra fyrirbæra sem altækt heiti er satt um nefnist umtak heitisins. Á hliðstæðan hátt og við greinum á milli skilnings eintæks heitis og fyrirbærisins sem það merkir, verðum við einnig að greina á milli skilnings altæks heitis og umtaks þess. Þó svo altæku heitin „dýr með hjarta“ og „dýr með nýru“ hafi til dæmis sama umtak, leggjum við ólíkan skilning í þau. Ekki er eins algengt að rugla saman skilningi og umtaki altækra heita og rugla skilningi eintækra heita saman við það sem þau merkja. I heimspe.ki er reyndar viðtekið að gera greinarmun á inntaki 1 Sjá From a Logical Point ofView, s. 9. 2 Sjá sama rit, s. 10 og 107-115.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.