Hugur - 01.01.1991, Page 37
HUGUR
W. V. Quine
35
Það er síður en svo ljóst nákvæmlega hvað felst í að orð teljast
samheiti, nákvæmlega hvaða tengsl kynnu að vera nauðsynleg og
nægileg til þess að með réttu megi telja tvö málsnið samheiti; en hver
svo sem þessi tengsl kynnu að vera, þá byggjast þau yfirleitt á
orðanotkun. Skilgreiningar sem greina frá völdum dæmum um
samheiti eru því greinargerðir fyrir málvenjum.
Samt sem áður er einnig til afbrigði skilgreininga sem ekki ein-
skorðast við tilgreiningu á samheitum sem þegar eru til staðar. Ég hef
í huga það sem Carnap kallar útleggingu — starfsemi sem heim-
spekingar hneigjast til og vísindamenn einnig þegar þeir eru í heim-
spekilegum hugleiðingum. Með útleggingu er tilgangurinn ekki
einungis að umorða skilgreiningarefnið í beint samheiti, heldur í raun
að bæta um betur með því að fága og bæta skilning þess. En jafnvel
þótt útlegging feli meira í sér en skilgreiningu samheita sem voru
samheiti fyrir, hvflir hún engu að síður á öðrum samheitum sem voru
það fyrir. Líta má á málið á eftirfarandi hátt. Sérhvert orð sem er
útleggingar virði, má finna í samhengi sem í heild er nægilega skýrt
og greinilegt til að vera nytsamlegt; og tilgangur útleggingarinnar er
að viðhalda notkuninni í þessu æskilega samhengi samhliða þvf að
gera notkunina markvissari í öðru samhengi. Til þess að ákveðin
skilgreining geti talist útlegging þarf skilgreiningarefnið þess vegna
ekki að hafa verið samheiti skilgreiningarumsagnarinnar í fyrri
notkun, heldur nægir að æskilegt samhengi skilgreiningarefnisins í
heild hafi verið samheiti samsvarandi samhengis umsagnarinnar.
Tvær mismunandi skilgreiningarumsagnir geta komið að jafn góðu
gagni við ákveðna útleggingu og samt ekki verið samheiti innbyrðis;
því þær gætu komið hvor í annarrar stað í hinu æskilega samhengi en
verið ólíkar í öðru. Með því að hallast að einni umsögn fremur en
annarri ákvarðar skilgreining í útleggingarskyni samheitatengsl milli
skilgreiningarefnisins og umsagnarinnar sem ekki stóðust áður. En
eins og sjá má byggist útleggingarhlutverk slíkrar skilgreiningar á
tilvikum þar sem heitin voru samheiti fyrir.
Hins vegar er enn eftir dæmi um skilgreiningu sem alls ekki
byggir á áður tilkomnum samheitum: nefnilega upptaka nýrra tákna
eftir vild einungis til styttingar. Hér verður nýja táknið, skilgreining-
arefnið, samheiti skilgreiningarumsagnarinnar einfaldlega vegna þess
að það hefur verið búið til í þeim tilgangi að vera samheiti hennar.