Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 37

Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 37
HUGUR W. V. Quine 35 Það er síður en svo ljóst nákvæmlega hvað felst í að orð teljast samheiti, nákvæmlega hvaða tengsl kynnu að vera nauðsynleg og nægileg til þess að með réttu megi telja tvö málsnið samheiti; en hver svo sem þessi tengsl kynnu að vera, þá byggjast þau yfirleitt á orðanotkun. Skilgreiningar sem greina frá völdum dæmum um samheiti eru því greinargerðir fyrir málvenjum. Samt sem áður er einnig til afbrigði skilgreininga sem ekki ein- skorðast við tilgreiningu á samheitum sem þegar eru til staðar. Ég hef í huga það sem Carnap kallar útleggingu — starfsemi sem heim- spekingar hneigjast til og vísindamenn einnig þegar þeir eru í heim- spekilegum hugleiðingum. Með útleggingu er tilgangurinn ekki einungis að umorða skilgreiningarefnið í beint samheiti, heldur í raun að bæta um betur með því að fága og bæta skilning þess. En jafnvel þótt útlegging feli meira í sér en skilgreiningu samheita sem voru samheiti fyrir, hvflir hún engu að síður á öðrum samheitum sem voru það fyrir. Líta má á málið á eftirfarandi hátt. Sérhvert orð sem er útleggingar virði, má finna í samhengi sem í heild er nægilega skýrt og greinilegt til að vera nytsamlegt; og tilgangur útleggingarinnar er að viðhalda notkuninni í þessu æskilega samhengi samhliða þvf að gera notkunina markvissari í öðru samhengi. Til þess að ákveðin skilgreining geti talist útlegging þarf skilgreiningarefnið þess vegna ekki að hafa verið samheiti skilgreiningarumsagnarinnar í fyrri notkun, heldur nægir að æskilegt samhengi skilgreiningarefnisins í heild hafi verið samheiti samsvarandi samhengis umsagnarinnar. Tvær mismunandi skilgreiningarumsagnir geta komið að jafn góðu gagni við ákveðna útleggingu og samt ekki verið samheiti innbyrðis; því þær gætu komið hvor í annarrar stað í hinu æskilega samhengi en verið ólíkar í öðru. Með því að hallast að einni umsögn fremur en annarri ákvarðar skilgreining í útleggingarskyni samheitatengsl milli skilgreiningarefnisins og umsagnarinnar sem ekki stóðust áður. En eins og sjá má byggist útleggingarhlutverk slíkrar skilgreiningar á tilvikum þar sem heitin voru samheiti fyrir. Hins vegar er enn eftir dæmi um skilgreiningu sem alls ekki byggir á áður tilkomnum samheitum: nefnilega upptaka nýrra tákna eftir vild einungis til styttingar. Hér verður nýja táknið, skilgreining- arefnið, samheiti skilgreiningarumsagnarinnar einfaldlega vegna þess að það hefur verið búið til í þeim tilgangi að vera samheiti hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.