Hugur - 01.01.1991, Page 39

Hugur - 01.01.1991, Page 39
HUGUR W. V. Quine 37 nema hvað hann er ekki eins gagnorður og lipur. Þess vegna má ætla að skilgreiningarefnið og skilgreiningarumsögn þess séu í hverju til- felli tengd á einhvern þeirra þriggja hátta sem áður er getið. Umsögnin getur verið trú umorðun skilgreiningarefnisins yfir á þrengri skrifmátann þar sem beinum samheitum í fyrri notkun er viðhaldið;5 eða þá að umsögnin bætir fyrri notkun skilgreiningar- efnisins sem nánari útlegging; og loks gæti skilgreiningarefnið verið nýmyndað tákn sem ákveðinn skilningur hefur verið lagður í á stað og stund. Við sjáum þannig að skilgreining byggist á samheitatengslum sem fyrir eru, bæði þegar um er að ræða rökfræðikerfi og venjulegt mál — nema í dæminu um upptöku nýrra tákna. Við skulum því viðurkenna að hugmyndin um skilgreiningu er ekki lykillinn að skýringu á samheitum og rökhæfingum, og líta nánar á samheiti en láta umræðu um skilgreiningar lokið. 3. Víxl Það er eðlileg tillaga sem rétt er að athuga náið, að ef tvö málsnið teljast samheiti, felist það einfaldlega í því að þeim megi víxla í öllum tilfellum án þess að sanngildi breytist — með orðum Leibniz, víxl „að óbreyttu sanngildi" (salva veritatej.6 Takið eftir að í þessum skilningi þurfa samheiti ekki einu sinni að vera fyllilega skilmerkileg, aðeins ef þau eru bæði óskilmerkileg að sama leyti. En það er ekki alveg satt að víxla megi samheitunum „móðir“ og „kona sem á barn“ í öllum tilfellum að óbreyttu sanngildi. Auðveldlega má mynda sannindi sem verða ósönn við það að setja „kona sem á barn“ í stað „móðir" með því að nota „ljósmóðir" eða „perlumóðir"; einnig með því að beita tilviínunum á eftirfarandi hátt: „Móðir“ hefur færri en 10 stafi. Hins vegar má ef til vill líta fram hjá slíkum gagndæmum með því að fara með orðasamböndin „ljósmóðir“ og „perlumóðir", og tilvitnun- 5 Samkvæmt mikilvægum skilningsmáta á „skilgreiningu" geta lengslin sem viðhaldast verið hin veikari tengsl einberrar samhljóða tilvísunar; sjá From a Logical Point ofView, s. 132. En í þessu samhengi er betra að hafa að engu skil- greiningu í þessum skilningi, þar sem hún kemur spumingunni um samheiti ekkert við. 6 Sjá C. 1. Lewis, A Survey ofSymbolic Logic (Berkely 1918), s. 373.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.