Hugur - 01.01.1991, Side 43

Hugur - 01.01.1991, Side 43
HUGUR W. V. Quine 41 Við verðum því að viðurkenna að ef víxl að óbreyttu sanngildi eru bundin við umtaksmál, er það ekki nægilegt skilyrði fyrir að um þekkingarsamheiti sé að ræða í þeim skilningi sem þeirra er þörf til að leiða út rökhæfingar á sama hátt og í grein 1. Ef mál hefur að geyma inntaksatviksorðið „nauðsynlega" í skilningnum sem áður var vikið að, eða önnur orð af sama tagi, þá eru víxl að óbreyttu sanngildi á slíku máli nægilegt skilyrði fyrir að um þekkingarsamheiti sé að ræða; en slíkt mál er skiljanlegt einungis að því marki sem hug- myndin um röksannindi er þegar skilin fyrirfram. Ef til vill er tekið rangt á málunum þegar reynt er að skýra þekkingarsamheiti fyrst til þess að leiða rökhæfingar af þeim á eftir eins og í grein 1. í staðinn gætum við reynt að skýra rökhæfingar einhvem veginn án tilvísunar til þekkingarsamheita. Síðan gætum við eflaust leitt þekkingarsamheiti af rökhæfingum með góðu móti ef við vildum. Við höfum séð að það að „móðir“ og „kona sem á barn“ teljast þekkingarsamheiti má skýra sem að (3) sé rökhæfing. Sama skýring gildir auðvitað fyrir hvaða par einrúmra umsagna sem er, og það má auðsæilega útfæra hana fyrir margrúmar umsagnir. Á hliðstæðan hátt má einnig fella önnur málsnið undir hana. Telja má eintæk heiti þekkingarsamheiti þegar samsemdarstaðhæfingin sem mynduð er með því að setja „=“ á milli þeirra er rökhæfing. Einfaldlega má segja að staðhæfingar séu þekkingarsamheiti eða þekkingarsamræðar þegar gagnkvæm skilyrðing þeirra (niðurstaðan af að tengja þau með „ef og aðeins ef‘) er rökhæfing.13 Ef við viljum setja öll málsnið undir einn hatt með því að ganga aftur út frá hugmyndinni um „orð“ sem vísað var til snemma í þessum kafla, getum við lýst hvaða tveimur málsniðum sem er sem þekkingarsamheitum þegar víxla má þeim (nema þegar þau koma fyrir innan ,,orða“) — ekki lengur án þess að sanngildi breytist, heldur — án þess að staðhæfingin hætti að vera rökhæfing. Reyndar vakna vissar tæknilegar spurningar þar sem um tvíræðni eða samhljóða orð er að ræða; við skulum samt ekki staldra við þær, því við erum þegar komin af leið. Snúum frekar baki við vandanum um samheiti og beinum athyglinni að rökhæfingum á ný. 13 Átt er viö „ef og aðeins ef' í sannfallaskilningi; sjá Camap, Meaning and Necessity, s. 14.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.