Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 43
HUGUR
W. V. Quine
41
Við verðum því að viðurkenna að ef víxl að óbreyttu sanngildi eru
bundin við umtaksmál, er það ekki nægilegt skilyrði fyrir að um
þekkingarsamheiti sé að ræða í þeim skilningi sem þeirra er þörf til
að leiða út rökhæfingar á sama hátt og í grein 1. Ef mál hefur að
geyma inntaksatviksorðið „nauðsynlega" í skilningnum sem áður var
vikið að, eða önnur orð af sama tagi, þá eru víxl að óbreyttu sanngildi
á slíku máli nægilegt skilyrði fyrir að um þekkingarsamheiti sé að
ræða; en slíkt mál er skiljanlegt einungis að því marki sem hug-
myndin um röksannindi er þegar skilin fyrirfram.
Ef til vill er tekið rangt á málunum þegar reynt er að skýra
þekkingarsamheiti fyrst til þess að leiða rökhæfingar af þeim á eftir
eins og í grein 1. í staðinn gætum við reynt að skýra rökhæfingar
einhvem veginn án tilvísunar til þekkingarsamheita. Síðan gætum við
eflaust leitt þekkingarsamheiti af rökhæfingum með góðu móti ef við
vildum. Við höfum séð að það að „móðir“ og „kona sem á barn“
teljast þekkingarsamheiti má skýra sem að (3) sé rökhæfing. Sama
skýring gildir auðvitað fyrir hvaða par einrúmra umsagna sem er, og
það má auðsæilega útfæra hana fyrir margrúmar umsagnir. Á
hliðstæðan hátt má einnig fella önnur málsnið undir hana. Telja má
eintæk heiti þekkingarsamheiti þegar samsemdarstaðhæfingin sem
mynduð er með því að setja „=“ á milli þeirra er rökhæfing.
Einfaldlega má segja að staðhæfingar séu þekkingarsamheiti eða
þekkingarsamræðar þegar gagnkvæm skilyrðing þeirra (niðurstaðan
af að tengja þau með „ef og aðeins ef‘) er rökhæfing.13 Ef við viljum
setja öll málsnið undir einn hatt með því að ganga aftur út frá
hugmyndinni um „orð“ sem vísað var til snemma í þessum kafla,
getum við lýst hvaða tveimur málsniðum sem er sem
þekkingarsamheitum þegar víxla má þeim (nema þegar þau koma
fyrir innan ,,orða“) — ekki lengur án þess að sanngildi breytist,
heldur — án þess að staðhæfingin hætti að vera rökhæfing. Reyndar
vakna vissar tæknilegar spurningar þar sem um tvíræðni eða
samhljóða orð er að ræða; við skulum samt ekki staldra við þær, því
við erum þegar komin af leið. Snúum frekar baki við vandanum um
samheiti og beinum athyglinni að rökhæfingum á ný.
13 Átt er viö „ef og aðeins ef' í sannfallaskilningi; sjá Camap, Meaning and
Necessity, s. 14.