Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 46
44
Tvœr kreddur raunhyggjumanna
HUGUR
segja að staðhæfingar í tilgreindum flokki séu sannar talist túlkunar-
reglur -— þá mundu öll sannindi vera „rökhæfingar“ í þeim skilningi
að vera sönn samkvæmt túlkunarreglum. Að því er virðist er einungis
hægt að þekkja túlkunarreglur af þeirri staðreynd að þær birtast á
blaðsíðu undir fyrirsögninni „Túlkunarreglur"; og þá er sjálf
fyrirsögnin alveg óskiljanleg.
Raunar getum við sagt að staðhæfing sé rökhœfing-í-M(1 þá og því
aðeins að hún sé sönn samkvæmt tilteknum „túlkunarreglum" sem er
sérstaklega hnýtt aftan við, en þá erum við eiginlega komin aftur að
því sama og við fjölluðum um upphaflega; „S er rökhæfing-í-AÍ„ þá
og því aðeins að ...“. Ef við reynum að skýra „S1 er rökhæfing í M“
fyrir breytu ,JW“ almennt (jafnvel þótt við takmörkuðum ,M“ við
gervimál), er skýringin „sönn samkvæmt túlkunarreglum í A/“
gagnslaus; því að venslaheitið „túlkunarregla í“ þarfnast að minnsta
kosti jafn mikillar skýringar við og „rökhæfing í“.
Það gæti verið lærdómsríkt að bera saman hugmyndina um túlkun-
arreglur og hugmyndina um frumsetningar. Með hliðsjón af ákveðnu
mengi frumsetninga er auðvelt að segja hvað frumsetningar eru: þær
eru stök í menginu. Jafn auðvelt er að segja hvað túlkunarregla er
með hliðsjón af gefnu mengi túlkunarreglna. En hver getur sagt
hvaða sannar staðhæfingar ákveðins táknkerfis, stærðfræðilegs eða
annars, eru frumsetningar að engu öðru gefnu en táknkerfinu, sama
hversu gjörskilið það væri með tilliti til þýðinga á staðhæfingum þess
á önnur kerfi eða skilyrði fyrir sannleika þeirra? Það er augljóslega
ekkert vit í spurningunni — álíka mikið vit og að spyrja hvaða staðir
á Suðurlandi séu upphafsstaðir. Sérhvert endanlegt úrval staðhæfinga
(eða óendanlegt ef hægt er að tilgreina það; ef til vill helst sannra
staðhæfinga) er ekkert síður mengi frumsetninga en hvað annað.
Orðið „frumsetning" verður ekki skilið án tilvísunar til ákveðins
athugunarefnis; við höfum orðið aðeins um mengi staðhæfinga að því
marki sem við reynumst vera að hugsa, þetta árið eða þessa stunduna,
um þær í tengslum við aðrar staðhæfingar sem leiða má af þeim með
einhverjum röksemdum sem okkur hefur þótt hæfa að beina
athyglinni að. Hugmyndin um túlkunarreglur er ámóta skiljanleg og
skynsamleg og hugmyndin um frumsetningar ef hún er hugsuð á
álíka afstæðan hátt — í þetta sinn með tilliti til uppfræðslu vankunn-
andi fólks um nægileg skilyrði fyrir að staðhæfingar teljist sannindi í