Hugur - 01.01.1991, Page 47
HUGUR
IV. V. Quine
45
einhverju raunverulegu eða tilbúnu máli „M“. En ef svona er litið á
málin er engin ein tilgreining á undirflokki sanninda í M raun-
verulega meiri túlkunarregla en önnur; og ef skilja á „rökhæfingu"
sem „satt samkvæmt túlkunarreglum", þá eru engin ein sannindi í M
rökhæfing fremur en önnur.14
Hugsanlega mætti andmæla með því að segja að tilbúið mál M
(andstætt raunverulegu máli) sé mál í venjulegum skilningi auk
mengis tilgreindra túlkunarreglna — við skulum segja að heildin
myndi raðtvennd; og að túlkunarreglur M megi þá einfaldlega til-
greina sem seinni þátt tvenndarinnar M. En með sama móti og á ein-
faldari hátt gætum við litið á gervimálið M sjálft sem raðtvennd þar
sem seinni liðurinn væri hreinlega mengi rökhæfinga í málinu; og þá
má einfaldlega tilgreina rökhæfingarnar í M sem staðhæfingarnar í
seinni lið raðtvenndarinnar M. Eða það sem betra væri, við gætum
alveg hætt að reyna að draga sjálf okkur upp á hárinu með þessum
hætti.
í ofangreindum hugleiðingum hefur ekki verið gerð grein fyrir
öllum skýringum á rökhæfingum sem Carnap og lesendur hans
þekkja, en ekki er erfitt að sjá hvemig má yfírfæra þær á aðrar gerðir.
Einungis þarf að minnast á eitt atriði í viðbót sem stundum er um að
ræða: stundum eru túlkunarreglumar í raun þýðingarreglur yfir á
mælt mál, í því tilfelli eru rökhæfingar gervimálsins í raun
viðurkenndar sem slíkar vegna þess að tilgreindar þýðingar þeirra í
mæltu máli eru rökhæfingar. Hér getur vissulega ekki verið um það
að ræða að tilbúna málið varpi ljósi á vandann við rökhæfingar.
Frá sjónarhóli rökhæfingavandans er hugmyndin um gervimál með
túlkunarreglum mesta mýraljósið. Túlkunarreglur sem ákvarða hvaða
staðhæfingar í gervimáli eru rökhæfingar, eru einungis athyglisverðar
að því marki sem við skiljum hugmyndina um rökhæfingar fyrir; þær
eru gagnslausar við að öðlast skilning á þeim.
Hugsanlega gæti verið gagniegt að höfða til ímyndaðs einfalds
gervimáls til að varpa ljósi á rökhæfingar, ef innan slíks einfaldaðs
líkans mætti einhvern veginn leggja frumdrög að þeim sálrænu,
atferðislegu eða menningarlegu þáttum — hverjir sem þeir nú eru —
14 Síðasta málsgrein var ekki hluti af þessari ritgerð eins og hún birtist upphaflega.
Skrif Martins, (sjá „On „analytic““, Pliilosophical Sludies 3 (1952), s. 42-47) ýtti
undir að hún var skrifuö; sama er að segja um niðurlag ritgerðar VII í From a
Logical Point ofView.